Umboðsmaður Pogba: „Desember er mánuður drauma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 23:30 Mino Raiola þykist ekki vilja athygli ljósmyndara. Stefano Guidi/Getty Images Mino Raiola, umboðsmaður franska miðjumannsins Paul Pogba, heldur áfram að orða leikmanninn frá Manchester United. Samningur Paul Pogba við Man United rennur út næsta sumar og hefur leikmaðurinn ekki enn skrifað undir framlengingu. Samkvæmt fjölmiðlum ytra vill Pogba – og Raiola – ágætis launahækkun á nú þegar himinháum launum. Fari svo að Pogba skrifi ekki undir í Manchester-borg er ljóst að fjöldi stórliða um alla Evrópu reyna fá hann í sínar raðir. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Juventus og þá er talið að spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona vilji ólm fá hann í sínar raðir. Raiola hefur verið duglegur að mæta í viðtöl, þá sérstaklega í landsleikjahléum, og tjá skoðun sína á málefnum Pogba. Í viðtali við ítalska fjölmiðilinn Rai sagði Raiola: „Desember væri mánuður drauma og hann gæti ekki stöðvað drauma en það er best fyrir mig að tala ekki um Paul. Ef fyrrum leikmenn Man Utd fá ekki að tala um mig eða Paul þá missa þeir vinnuna.“ Þarna er Raiola eflaust að vitna í menn á borð við Gary Neville, Paul Scholes, Roy Keane og Rio Ferdinand sem eru allir duglegir að tjá sig um málefni Paul Pogba. Hinn 28 ára gamli Pogba virtist togna aftan í læri á æfingu franska landsliðsins fyrir ekki svo löngu og er nú staddur í Dúbaí þar sem endurhæfing hans fer fram. Hann hefur verið á mála hjá Manchester United frá árinu 2016 en þar áður lék hann með Juventus. Hann á að baki 89 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 11 mörk. Þá varð hann heimsmeistari árið 2018 og lék til úrslita á EM tveimur árum áður. Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins.Chloe Knott/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Samningur Paul Pogba við Man United rennur út næsta sumar og hefur leikmaðurinn ekki enn skrifað undir framlengingu. Samkvæmt fjölmiðlum ytra vill Pogba – og Raiola – ágætis launahækkun á nú þegar himinháum launum. Fari svo að Pogba skrifi ekki undir í Manchester-borg er ljóst að fjöldi stórliða um alla Evrópu reyna fá hann í sínar raðir. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Juventus og þá er talið að spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona vilji ólm fá hann í sínar raðir. Raiola hefur verið duglegur að mæta í viðtöl, þá sérstaklega í landsleikjahléum, og tjá skoðun sína á málefnum Pogba. Í viðtali við ítalska fjölmiðilinn Rai sagði Raiola: „Desember væri mánuður drauma og hann gæti ekki stöðvað drauma en það er best fyrir mig að tala ekki um Paul. Ef fyrrum leikmenn Man Utd fá ekki að tala um mig eða Paul þá missa þeir vinnuna.“ Þarna er Raiola eflaust að vitna í menn á borð við Gary Neville, Paul Scholes, Roy Keane og Rio Ferdinand sem eru allir duglegir að tjá sig um málefni Paul Pogba. Hinn 28 ára gamli Pogba virtist togna aftan í læri á æfingu franska landsliðsins fyrir ekki svo löngu og er nú staddur í Dúbaí þar sem endurhæfing hans fer fram. Hann hefur verið á mála hjá Manchester United frá árinu 2016 en þar áður lék hann með Juventus. Hann á að baki 89 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 11 mörk. Þá varð hann heimsmeistari árið 2018 og lék til úrslita á EM tveimur árum áður. Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins.Chloe Knott/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira