Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 19:55 Barcelona skoraði fimm í kvöld. Uwe Anspach/Getty Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, kom Benfica yfir snemma leiks í Svíþjóð. Var þetta fyrsta mark Benfica í riðlakeppninni og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. LACASSE LASHED IN THE FIRST EVER @UWCL GOAL FOR BENFICA https://t.co/Jj2lBy5f26 https://t.co/lQi0KCql53 https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/wVoMCAC163— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan var enn 1-0 Benfica í vil þegar Diljá Ýr Zomers kom inn af bekknum þegar tæpur hálftími lifði leiks. Tíu mínútum síðar fengu heimakonur vítaspyrnu, Elin Rubensson fór á punktinn og jafnaði metin. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Catarina Amado skoraði þá sigurmark leiksins og tryggði Benfica mikilvægan 1-2 útisigur. It wouldn't be the @UWCL without a last minute winner https://t.co/Jj2lBy5f26 https://t.co/lQi0KCql53 https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/MCaP2pVhoX— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Diljá Ýr og stöllur hennar eru sem stendur á botni D-riðils með þrjú stig en Benfica er sæti ofar með fjögur stig. Í Þýskalandi var ofurlið Barcelona í heimsókn. Það tók gestina frá Katalóníu dágóða stund að brjóta ísinn en aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik. Það gerði Alexia Putellas Segura fyrir Barcelona. Irene Paredes kom Barcelona í 2-0, Aitana Bonmati bætti þriðja markinu við, Mariona Caldentey því fjórða og að lokum Ana-Maria Crnogorcevic því fimmta í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 gestunum frá Katalóníu í vil. Barcelona er sem fyrr með fullt hús stiga í C-riðli, tólf stig að loknum fjórum leikjum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, kom Benfica yfir snemma leiks í Svíþjóð. Var þetta fyrsta mark Benfica í riðlakeppninni og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. LACASSE LASHED IN THE FIRST EVER @UWCL GOAL FOR BENFICA https://t.co/Jj2lBy5f26 https://t.co/lQi0KCql53 https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/wVoMCAC163— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan var enn 1-0 Benfica í vil þegar Diljá Ýr Zomers kom inn af bekknum þegar tæpur hálftími lifði leiks. Tíu mínútum síðar fengu heimakonur vítaspyrnu, Elin Rubensson fór á punktinn og jafnaði metin. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Catarina Amado skoraði þá sigurmark leiksins og tryggði Benfica mikilvægan 1-2 útisigur. It wouldn't be the @UWCL without a last minute winner https://t.co/Jj2lBy5f26 https://t.co/lQi0KCql53 https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/MCaP2pVhoX— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Diljá Ýr og stöllur hennar eru sem stendur á botni D-riðils með þrjú stig en Benfica er sæti ofar með fjögur stig. Í Þýskalandi var ofurlið Barcelona í heimsókn. Það tók gestina frá Katalóníu dágóða stund að brjóta ísinn en aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik. Það gerði Alexia Putellas Segura fyrir Barcelona. Irene Paredes kom Barcelona í 2-0, Aitana Bonmati bætti þriðja markinu við, Mariona Caldentey því fjórða og að lokum Ana-Maria Crnogorcevic því fimmta í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 gestunum frá Katalóníu í vil. Barcelona er sem fyrr með fullt hús stiga í C-riðli, tólf stig að loknum fjórum leikjum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira