Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Shuai Peng er ein skærasta tennisstjarna Kína. getty/Zhong Zhi Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna. Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna.
Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira