Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 107-85| ÍR skellti KR niður á jörðina Andri Már Eggertsson skrifar 18. nóvember 2021 21:03 Vísir/Hulda Margrét ÍR vann sinn fyrsta leik undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar. KR kom inn í leikinn verandi búinn að vinna síðustu þrjá leiki. ÍR skellti hins vegar KR niður á jörðina með 22 stiga sigri 107-85. Fyrri hálfleikur ÍR í kvöld var það besta sem liðið hefur sýnt á tímabilinu. ÍR tók strax frumkvæði í leiknum og gerði sex stig í röð. Igor Maric, nýjasti leikmaður ÍR, kom inn á í 1. leikhluta og eftir skamma stund setti hann niður þriggja stiga skot. ÍR var þá níu stigum yfir 27-18. Igor Maric endaði leikinn með 12 stig og 5 fráköst. KR treysti mikið á einstaklingsframtak Shawn Glover sem gekk ágætlega en aðrir fylgdu ekki með í fyrri hálfleik. Í öðrum leikhluta tókst KR að minnka leikinn niður í þrjú stig þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tók við besti kafli ÍR í fyrri hálfleik. Sóknarleikur ÍR var frábær. Boltinn gekk hratt milli manna sem endaði oftast með opnum skoti. KR fann engar leiðir gegnum þétta vörn ÍR sem fékk auðveldar körfur eftir klaufaleg mistök KR. Áhlaup ÍR endaði 17-4 þegar flautað var til hálfleiks. Staðan í fyrri hálfleik 56-40. ÍR slakaði ekkert á bensíngjöfinni í 3. leikhluta. ÍR splundraði varnarleik KR og lét gestina úr Vesturbænum líta afar illa út á köflum. ÍR skoraði 27 stig í þriðja leikhluta og var 24 stigum yfir 83-59 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var eini leikhlutinn sem KR vann í leiknum. Það var orðið löngu ljóst hvaða lið myndi vinna leikinn. ÍR vann leikinn með 22 stigum 107-85. Fyrsti sigur Friðriks Inga sem þjálfari ÍR staðreynd og fullyrði ég að þetta var besti leikur ÍR á tímabilinu. Af hverju vann ÍR? ÍR spilaði stórkostlega á báðum endum vallarins. ÍR stýrði leiknum nánast frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Barátta ÍR var auðsjáanleg. ÍR tók tíu fleiri fráköst en KR, stal tólf boltum og skoraði 22 stig úr hraðauppahlaupum. Hverjir stóðu upp úr? Sigvaldi Eggertsson fór á kostum í kvöld. Sigvaldi endaði sem stigahæsti maður vallarins með 27 stig. Ásamt því tók Sigvaldi 10 fráköst. Shakir Smith gerði 13 stig, gaf 9 stoðsendingar, stal 7 boltum og endaði með 25 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Það var á köflum óþægilegt að horfa upp á varnarleik KR. ÍR labbaði trekk í trekk framhjá þeim sem skilaði mörgum auðveldum sniðskotum. KR réði ekkert við baráttuna í ÍR sem tók 10 fleiri fráköst en KR. Björn Kristjánsson var áberandi slakur í kvöld. Björn hitti illa, átti í erfiðleikum varnarlega og tapaði sex boltum. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er landsleikjahlé. Deildin hefst svo á nýjan leik fimmtudaginn 3. desember. Þá mætast Tindastóll og ÍR klukkan 19:15 á Sauðárkróki. Á sama degi mætast KR og Keflavík á Meistaravöllum klukkan 20:15. Helgi: Fékk tæknivillu fyrir að segja þrjár sekúndur Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Við vorum flatir og orkulitlir í kvöld. Við höfum verið að keyra mikið á sömu leikmönnunum út af meiðslum og veikindum. ÍR tók eins mikið af sóknarfráköstum og þeir vildu.“ „Varnarlega vorum við úr karakter. Við förum frá okkar einföldu reglum sem við erum með og þá voru menn ekki á sömu blaðsíðu,“ sagði Helgi Már Magnússon svekktur. KR hitti aðeins úr 5 þriggja stiga skotum af 23 sem liðið tók. KR var snemma leiks farið að elta og reyndi þá að skjóta sig inn í leikinn með þriggja stiga skotum. „Við mokuðum okkur ofan í holu undir lok fyrri hálfleiks. Á þessum tímapunkti voru læti í leiknum og fóru dómararnir að flauta óþarfa tæknivillur. Ég fékk tæknivillu fyrir að segja þrjár sekúndur. Ég var ósáttur með það og við létum dómarana taka allt loft úr okkur,“ sagði Helgi að lokum. Subway-deild karla ÍR KR
ÍR vann sinn fyrsta leik undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar. KR kom inn í leikinn verandi búinn að vinna síðustu þrjá leiki. ÍR skellti hins vegar KR niður á jörðina með 22 stiga sigri 107-85. Fyrri hálfleikur ÍR í kvöld var það besta sem liðið hefur sýnt á tímabilinu. ÍR tók strax frumkvæði í leiknum og gerði sex stig í röð. Igor Maric, nýjasti leikmaður ÍR, kom inn á í 1. leikhluta og eftir skamma stund setti hann niður þriggja stiga skot. ÍR var þá níu stigum yfir 27-18. Igor Maric endaði leikinn með 12 stig og 5 fráköst. KR treysti mikið á einstaklingsframtak Shawn Glover sem gekk ágætlega en aðrir fylgdu ekki með í fyrri hálfleik. Í öðrum leikhluta tókst KR að minnka leikinn niður í þrjú stig þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tók við besti kafli ÍR í fyrri hálfleik. Sóknarleikur ÍR var frábær. Boltinn gekk hratt milli manna sem endaði oftast með opnum skoti. KR fann engar leiðir gegnum þétta vörn ÍR sem fékk auðveldar körfur eftir klaufaleg mistök KR. Áhlaup ÍR endaði 17-4 þegar flautað var til hálfleiks. Staðan í fyrri hálfleik 56-40. ÍR slakaði ekkert á bensíngjöfinni í 3. leikhluta. ÍR splundraði varnarleik KR og lét gestina úr Vesturbænum líta afar illa út á köflum. ÍR skoraði 27 stig í þriðja leikhluta og var 24 stigum yfir 83-59 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var eini leikhlutinn sem KR vann í leiknum. Það var orðið löngu ljóst hvaða lið myndi vinna leikinn. ÍR vann leikinn með 22 stigum 107-85. Fyrsti sigur Friðriks Inga sem þjálfari ÍR staðreynd og fullyrði ég að þetta var besti leikur ÍR á tímabilinu. Af hverju vann ÍR? ÍR spilaði stórkostlega á báðum endum vallarins. ÍR stýrði leiknum nánast frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Barátta ÍR var auðsjáanleg. ÍR tók tíu fleiri fráköst en KR, stal tólf boltum og skoraði 22 stig úr hraðauppahlaupum. Hverjir stóðu upp úr? Sigvaldi Eggertsson fór á kostum í kvöld. Sigvaldi endaði sem stigahæsti maður vallarins með 27 stig. Ásamt því tók Sigvaldi 10 fráköst. Shakir Smith gerði 13 stig, gaf 9 stoðsendingar, stal 7 boltum og endaði með 25 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Það var á köflum óþægilegt að horfa upp á varnarleik KR. ÍR labbaði trekk í trekk framhjá þeim sem skilaði mörgum auðveldum sniðskotum. KR réði ekkert við baráttuna í ÍR sem tók 10 fleiri fráköst en KR. Björn Kristjánsson var áberandi slakur í kvöld. Björn hitti illa, átti í erfiðleikum varnarlega og tapaði sex boltum. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er landsleikjahlé. Deildin hefst svo á nýjan leik fimmtudaginn 3. desember. Þá mætast Tindastóll og ÍR klukkan 19:15 á Sauðárkróki. Á sama degi mætast KR og Keflavík á Meistaravöllum klukkan 20:15. Helgi: Fékk tæknivillu fyrir að segja þrjár sekúndur Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Við vorum flatir og orkulitlir í kvöld. Við höfum verið að keyra mikið á sömu leikmönnunum út af meiðslum og veikindum. ÍR tók eins mikið af sóknarfráköstum og þeir vildu.“ „Varnarlega vorum við úr karakter. Við förum frá okkar einföldu reglum sem við erum með og þá voru menn ekki á sömu blaðsíðu,“ sagði Helgi Már Magnússon svekktur. KR hitti aðeins úr 5 þriggja stiga skotum af 23 sem liðið tók. KR var snemma leiks farið að elta og reyndi þá að skjóta sig inn í leikinn með þriggja stiga skotum. „Við mokuðum okkur ofan í holu undir lok fyrri hálfleiks. Á þessum tímapunkti voru læti í leiknum og fóru dómararnir að flauta óþarfa tæknivillur. Ég fékk tæknivillu fyrir að segja þrjár sekúndur. Ég var ósáttur með það og við létum dómarana taka allt loft úr okkur,“ sagði Helgi að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum