Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 17:01 Helgi Grímsson segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem ábending barst um að barn hafi verið sent á afvikinn stað. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. Vísir Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. Fjallað hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um hin svokölluðu gulu herbergi í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar gerðu athugasemdir við að börn þeirra væru lokuð þar inni misstu þau stjórn á skapi sínu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar segir að í einhverjum skólum í Reykjavík séu til staðar rými til að skapa börnum aðstæður þar sem þau geta náð áttum og gleði sinni þó það sé ekki algengt. „Við mælum alls ekki með að slík úrræði séu notuð gert nema í mjög sérstökum tilvikum. Og þá aðeins ef barn velur sjálft að fara í slíkt rými til að ná stjórn á skapi sínu,“ segir Helgi. Borgin sé að yfirfara reglur um slík rými. Við erum að setja af stað starfshóp sem á að fara yfir allar leiðbeiningar okkar til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi. Við munum kalla eftir liðsinni frá háskólasamfélaginu í þessari vinnu þannig að við séum alltaf að nýta bestu mögulegu leiðir í starfi með börnunum okkar,“ segir Helgi. Helgi segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem kvartað sé yfir notkun á gulu herbergi. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. „Seinustu tvö ár hefur skóla- og frístundasviði borist ein kvörtun vegna notkunar á „gulu herbergi“ í starfi grunnskóla í Reykjavík. Ekki kom fram í kvörtun hvort herbergið hafi verið notað í því tilviki sem um ræðir, og ef svo er, hvort barnið hafi verið eitt í herberginu eða það lokað á meðan barnið var þar inni. Málsatvik eru í skoðun hjá okkur.“ segir Helgi. Barnavernd Réttindi barna Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fjallað hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um hin svokölluðu gulu herbergi í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar gerðu athugasemdir við að börn þeirra væru lokuð þar inni misstu þau stjórn á skapi sínu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar segir að í einhverjum skólum í Reykjavík séu til staðar rými til að skapa börnum aðstæður þar sem þau geta náð áttum og gleði sinni þó það sé ekki algengt. „Við mælum alls ekki með að slík úrræði séu notuð gert nema í mjög sérstökum tilvikum. Og þá aðeins ef barn velur sjálft að fara í slíkt rými til að ná stjórn á skapi sínu,“ segir Helgi. Borgin sé að yfirfara reglur um slík rými. Við erum að setja af stað starfshóp sem á að fara yfir allar leiðbeiningar okkar til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi. Við munum kalla eftir liðsinni frá háskólasamfélaginu í þessari vinnu þannig að við séum alltaf að nýta bestu mögulegu leiðir í starfi með börnunum okkar,“ segir Helgi. Helgi segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem kvartað sé yfir notkun á gulu herbergi. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. „Seinustu tvö ár hefur skóla- og frístundasviði borist ein kvörtun vegna notkunar á „gulu herbergi“ í starfi grunnskóla í Reykjavík. Ekki kom fram í kvörtun hvort herbergið hafi verið notað í því tilviki sem um ræðir, og ef svo er, hvort barnið hafi verið eitt í herberginu eða það lokað á meðan barnið var þar inni. Málsatvik eru í skoðun hjá okkur.“ segir Helgi.
Barnavernd Réttindi barna Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00