Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:31 Vísir Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05
Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58