Samherjar Martins gera grín að því að Ísland eigi ekki nothæfa keppnishöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin Hermannsson aftur í íslenska landsliðið. vísir/bára Það eru ekki bara Íslendingar sem furða sig á því að ekki sé nothæf keppnishöll hér á landi. Félagar Martins Hermannssonar í spænska körfuboltaliðinu Valencia eru farnir að gera grín að þessu ástandi. Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru. Spænski körfuboltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira