Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2021 10:02 Júlía Katrín Björke er framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Vísir/Arnar Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. Í húsnæði gömlu kísiliðjunnar í Mývatnssveit hafa frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækisins Mýsköpunar komið sér fyrir. „Hér erum við að vinna með Mývatns-Spírulínu, sér mývetnskan spírulínustofn sem fannst í heitum lindum í Mývatni,“ segir Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Spírulínan er ræktuð í sérstökum túbum. „Þetta er eins of fljótandi gróðurhús. Við byrjum á því að gefa þörungnum æti og vatn og pössum að hann hafi aðgang að lofti og koltvísiringi,“ segir Júlía. Úr túbunum er spírulínan síuð í duft, sem ætlað er til manneldis. „Þetta er það næringaríkasta sem hægt er að rækta. Við fáum þarna 60-70 prósent prótein sem er mjög auðmeltanlegt fyrir okkur, fullkomin samsetning af amínó-sýrum, steinefnaríkt með snefilefnum og svo andoxunarefni sem eru þessi litarefni,“ segir Júlía. Ferðamenn spenntir fyrir þörungabrugginu Það er hægt að nota Spírulínu í ýmislegt, meðal annars sem bragð- og litarefni í ís, eins og fréttamaður komst að raun um þegar hann fékk að smakka myntuís með súkkulaði þar sem búið var að bæta við spírulínu, en sjá má heimsókn fréttastofu til Mýsköpunar í spilaranum hér að ofan. Framleiðsluvara Mýsköpunar er þetta duft.Vísir/Arnar. Fyrirtækið sér fyrir sér að geta vaxið á ýmsum sviðum, meðal annars í ferðaþjónustu. „Fólk er spennt að sjá svona þörungabrugg, fá að smakka ísinn og læra aðeins um jarðhitann, nýtinguna hérna á Íslandi. Ég sé fyrir mér að við munum vaxa og dafna á þessum þremur sviðum. Að við munum taka á móti hópum ferðamanna, sýna þeim þetta. Framleiða áfram okkar eigin vöru og svo þróa áfram þessa möguleika sem hægt er að nýta varðandi þörungaframleiðslu.“ Þannig að framtíðin er björt hjá Mýsköpun? „Mjög spennandi myndi ég segja.“ Skútustaðahreppur Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Í húsnæði gömlu kísiliðjunnar í Mývatnssveit hafa frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækisins Mýsköpunar komið sér fyrir. „Hér erum við að vinna með Mývatns-Spírulínu, sér mývetnskan spírulínustofn sem fannst í heitum lindum í Mývatni,“ segir Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Spírulínan er ræktuð í sérstökum túbum. „Þetta er eins of fljótandi gróðurhús. Við byrjum á því að gefa þörungnum æti og vatn og pössum að hann hafi aðgang að lofti og koltvísiringi,“ segir Júlía. Úr túbunum er spírulínan síuð í duft, sem ætlað er til manneldis. „Þetta er það næringaríkasta sem hægt er að rækta. Við fáum þarna 60-70 prósent prótein sem er mjög auðmeltanlegt fyrir okkur, fullkomin samsetning af amínó-sýrum, steinefnaríkt með snefilefnum og svo andoxunarefni sem eru þessi litarefni,“ segir Júlía. Ferðamenn spenntir fyrir þörungabrugginu Það er hægt að nota Spírulínu í ýmislegt, meðal annars sem bragð- og litarefni í ís, eins og fréttamaður komst að raun um þegar hann fékk að smakka myntuís með súkkulaði þar sem búið var að bæta við spírulínu, en sjá má heimsókn fréttastofu til Mýsköpunar í spilaranum hér að ofan. Framleiðsluvara Mýsköpunar er þetta duft.Vísir/Arnar. Fyrirtækið sér fyrir sér að geta vaxið á ýmsum sviðum, meðal annars í ferðaþjónustu. „Fólk er spennt að sjá svona þörungabrugg, fá að smakka ísinn og læra aðeins um jarðhitann, nýtinguna hérna á Íslandi. Ég sé fyrir mér að við munum vaxa og dafna á þessum þremur sviðum. Að við munum taka á móti hópum ferðamanna, sýna þeim þetta. Framleiða áfram okkar eigin vöru og svo þróa áfram þessa möguleika sem hægt er að nýta varðandi þörungaframleiðslu.“ Þannig að framtíðin er björt hjá Mýsköpun? „Mjög spennandi myndi ég segja.“
Skútustaðahreppur Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira