Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2021 12:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir tók við embætti forstjóra Landspítala tímabundið í byrjun október eftir að Páll Matthíasson sagði af sér. vísir/vilhelm Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. Þetta mun þó ekki leysa mönnunarvandann enda ekki hægt að ráða inn 200 nýja erlenda starfsmenn inn á spítalann í einu. Sýnd veiði en ekki gefin Landspítalinn er kominn í viðræður við norrænar ráðningarskrifstofur, sem ganga vel. „En þetta er náttúrulega bara, eins og gefur að skilja, sýnd veiði en ekki gefin vega þess að hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt vinnuafl ekki bara hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beðið vestræn ríki sérstaklega um að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá öðrum heimsálfum. „Það er nákvæmlega þess vegna sem við gerum það að leita á norræna ráðningarskrifstofu en ekki annað. Vegna þess að við skiljum mjög vel þetta að vera ekki að sækja hjúkrunarfræðinga í löndum þar sem er skortur á hjúkrunarfræðingum og launin töluvert mikið lægri og vera að kippa fótunum undan því heilbrigðiskerfi,“ segir Guðlaug. Landspítalinn hefur ítrekað sent frá sér neyðarköll vegna mikils álags. Guðlaug Rakel segir vanta 200 nýja hjúkrunarfræðinga svo spítalinn geti starfað eðlilega.Vísir/Vilhelm Hún segir algeran skort á faglærðu fólki á Íslandi og að þess vegna sé leitað út. Það þurfi tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að spítalinn geti sinnt verkefnum sínum eðlilega. Verða að kunna íslensku „Og það að fara og ráða í gegn um ráðningarskrifstofu erlendis frá fyllir aldrei upp í þann kvóta ef maður getur orðað það þannig - bara alls ekki. En það myndi hjálpa okkur sannarlega,“ segir Guðlaug. Enda sé ekki hægt að taka á móti svo mörgum erlendum nýliðum í einu; þeir þurfi að fara í gegn um ákveðið ferli til að fá hjúkrunarleyfi á Íslandi og læra íslensku til að mega starfa á spítalanum. „Þú verður að skilja sjúklingana, númer eitt, tvö og þrjú. Og þú þarft að geta gert þig skiljanlegan á móðurmálinu, það er nú þannig. Og við gerum kröfu um það að hjúkrunarfræðingar hafi lágmarkskunnáttu í íslensku.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Þetta mun þó ekki leysa mönnunarvandann enda ekki hægt að ráða inn 200 nýja erlenda starfsmenn inn á spítalann í einu. Sýnd veiði en ekki gefin Landspítalinn er kominn í viðræður við norrænar ráðningarskrifstofur, sem ganga vel. „En þetta er náttúrulega bara, eins og gefur að skilja, sýnd veiði en ekki gefin vega þess að hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt vinnuafl ekki bara hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beðið vestræn ríki sérstaklega um að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá öðrum heimsálfum. „Það er nákvæmlega þess vegna sem við gerum það að leita á norræna ráðningarskrifstofu en ekki annað. Vegna þess að við skiljum mjög vel þetta að vera ekki að sækja hjúkrunarfræðinga í löndum þar sem er skortur á hjúkrunarfræðingum og launin töluvert mikið lægri og vera að kippa fótunum undan því heilbrigðiskerfi,“ segir Guðlaug. Landspítalinn hefur ítrekað sent frá sér neyðarköll vegna mikils álags. Guðlaug Rakel segir vanta 200 nýja hjúkrunarfræðinga svo spítalinn geti starfað eðlilega.Vísir/Vilhelm Hún segir algeran skort á faglærðu fólki á Íslandi og að þess vegna sé leitað út. Það þurfi tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að spítalinn geti sinnt verkefnum sínum eðlilega. Verða að kunna íslensku „Og það að fara og ráða í gegn um ráðningarskrifstofu erlendis frá fyllir aldrei upp í þann kvóta ef maður getur orðað það þannig - bara alls ekki. En það myndi hjálpa okkur sannarlega,“ segir Guðlaug. Enda sé ekki hægt að taka á móti svo mörgum erlendum nýliðum í einu; þeir þurfi að fara í gegn um ákveðið ferli til að fá hjúkrunarleyfi á Íslandi og læra íslensku til að mega starfa á spítalanum. „Þú verður að skilja sjúklingana, númer eitt, tvö og þrjú. Og þú þarft að geta gert þig skiljanlegan á móðurmálinu, það er nú þannig. Og við gerum kröfu um það að hjúkrunarfræðingar hafi lágmarkskunnáttu í íslensku.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58
Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42