Tuttugu og fimm þúsund Íslendingar nota ekki belti Snorri Másson skrifar 21. nóvember 2021 11:53 Bílbelti bjarga mannslífum, eins og Samgöngustofa leggur áherslu á í dag á minningardegi þeirra sem látast í umferðarslysum. Stöð 2 Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.
Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32
1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08