Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. nóvember 2021 19:07 Lögregla var kölluð að heimilinu klukkan um 20 mínútur í tíu í gærkvöldi. vísir/tumi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. „Þetta mál varðar hótanir frá ólögráða einstaklingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af einhverju myndskeiði á TikTok sem er síðan sagður vera tilbúningur,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Krakkarnir eru á unglingastigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafnvel einhverjir tugir krakka. Ásakanir á samfélagsmiðlum Umrætt myndband tengist 13 ára samnemanda krakkanna en hann er þar sakaður um alvarlegt athæfi. Skólastjórinn sendi foreldrum póst í dag þar sem málið var rætt og foreldrar eindregið hvattir til að ræða við börn sín um alvarleika þess að taka þátt í árásum, ofbeldi og hótunum á hendur öðru barni. Í pósti skólastjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um alvarlegt athæfi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjölfarið hafi skemmdarverk verið unnin á skáp nemandans og námsgögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á samfélagsmiðlum ásamt nöfnum og símanúmerum hans og foreldra hans. Í gærkvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og símhringingum og skilaboðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað lífláti og hvattur til að drepa sig. Svona virkar réttarkerfið ekki „Það var mikið áreiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir látlaust,“ segir Skúli. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm Málið sé viðkvæmt enda um ólögráða einstaklinga að ræða þar. Sakhæfisaldur á Íslandi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lögmálum og fullorðnir þegar kemur að kærum og lögreglurannsókn. Þegar um yngri einstaklinga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu samstarfi við barnaverndaryfirvöld. „Við gerum ráð fyrir því að íbúarnir þarna komi til okkar í fyrramálið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ósakhæfa grunnskólakrakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barnaverndaryfirvöldum,“ segir Skúli. Honum sýnist sem þarna hafi einhver umræða á samfélagsmiðlum farið gjörsamlega úr böndunum hjá krökkunum. „Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og afgreiða eitthvað vegna einhverra ásakana sem hafa farið af stað. En svoleiðis virkar okkar réttarkerfi bara alls ekki og mikilvægt að þau skilji það.“ Lögreglumál Garðabær Grunnskólar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
„Þetta mál varðar hótanir frá ólögráða einstaklingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af einhverju myndskeiði á TikTok sem er síðan sagður vera tilbúningur,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Krakkarnir eru á unglingastigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafnvel einhverjir tugir krakka. Ásakanir á samfélagsmiðlum Umrætt myndband tengist 13 ára samnemanda krakkanna en hann er þar sakaður um alvarlegt athæfi. Skólastjórinn sendi foreldrum póst í dag þar sem málið var rætt og foreldrar eindregið hvattir til að ræða við börn sín um alvarleika þess að taka þátt í árásum, ofbeldi og hótunum á hendur öðru barni. Í pósti skólastjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um alvarlegt athæfi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjölfarið hafi skemmdarverk verið unnin á skáp nemandans og námsgögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á samfélagsmiðlum ásamt nöfnum og símanúmerum hans og foreldra hans. Í gærkvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og símhringingum og skilaboðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað lífláti og hvattur til að drepa sig. Svona virkar réttarkerfið ekki „Það var mikið áreiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir látlaust,“ segir Skúli. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm Málið sé viðkvæmt enda um ólögráða einstaklinga að ræða þar. Sakhæfisaldur á Íslandi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lögmálum og fullorðnir þegar kemur að kærum og lögreglurannsókn. Þegar um yngri einstaklinga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu samstarfi við barnaverndaryfirvöld. „Við gerum ráð fyrir því að íbúarnir þarna komi til okkar í fyrramálið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ósakhæfa grunnskólakrakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barnaverndaryfirvöldum,“ segir Skúli. Honum sýnist sem þarna hafi einhver umræða á samfélagsmiðlum farið gjörsamlega úr böndunum hjá krökkunum. „Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og afgreiða eitthvað vegna einhverra ásakana sem hafa farið af stað. En svoleiðis virkar okkar réttarkerfi bara alls ekki og mikilvægt að þau skilji það.“
Lögreglumál Garðabær Grunnskólar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira