Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 11:03 Frá vettvangi á Egilsstöðum í ágúst. Guðmundur Hjalti Stefánsson Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. Greint var frá þessu á mbl.is en Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við fréttastofu. Ákæran hefur verið gefin út en ekki verið birt hinum ákærða og er því ekki hægt að afhenda hana. Gera má ráð fyrir að hægt verði að greina frá innihaldi hennar síðar í þessari viku Samkvæmt úrskurði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem gefinn var út í október er maðurinn grunaður um tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, hótanir, almannahættubrot og brot gegn vopna- og barnaverndarlögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæran beinist að öllum þessum brotum. Maðurinn hafði 26. ágúst farið vopnaður að húsi í Dalseli á Egilsstöðum, þar sem samkvæmt heimildum fréttastofu, barnsfaðir kærustu hans er búsettur. Íbúar í nágrenninu heyrðu skothveli og á vettvangi mátti sjá augljós ummerki þess að skotið hafi verið á hús í götunni. Um klukkustund eftir að lögreglu barst tillkynning um skothvellina kom maðurinn út úr húsi í götunni, vopnaður og skaut að lögrelgu - sem þá skaut manninn. Þetta er annað sinn sem lögregla hefur skotið mann hér á landi. Fyrra skiptið var í árás í Árbæ í Reykjavík þar sem maður hafði verið að skjóta úr íbúð sinni. Hann var skotinn af lögreglu og lést í kjölfarið. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02 Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Greint var frá þessu á mbl.is en Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við fréttastofu. Ákæran hefur verið gefin út en ekki verið birt hinum ákærða og er því ekki hægt að afhenda hana. Gera má ráð fyrir að hægt verði að greina frá innihaldi hennar síðar í þessari viku Samkvæmt úrskurði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem gefinn var út í október er maðurinn grunaður um tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, hótanir, almannahættubrot og brot gegn vopna- og barnaverndarlögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæran beinist að öllum þessum brotum. Maðurinn hafði 26. ágúst farið vopnaður að húsi í Dalseli á Egilsstöðum, þar sem samkvæmt heimildum fréttastofu, barnsfaðir kærustu hans er búsettur. Íbúar í nágrenninu heyrðu skothveli og á vettvangi mátti sjá augljós ummerki þess að skotið hafi verið á hús í götunni. Um klukkustund eftir að lögreglu barst tillkynning um skothvellina kom maðurinn út úr húsi í götunni, vopnaður og skaut að lögrelgu - sem þá skaut manninn. Þetta er annað sinn sem lögregla hefur skotið mann hér á landi. Fyrra skiptið var í árás í Árbæ í Reykjavík þar sem maður hafði verið að skjóta úr íbúð sinni. Hann var skotinn af lögreglu og lést í kjölfarið.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02 Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02
Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35
Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50