Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins mynda meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 11:47 Langur fundur var í undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í gær sem skilar af sér greinargerð og mati á ágöllum kosninganna í Norvesturkjördæmi í dag. Vísir/Vilhelm Búist er við að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins myndi meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd um að leggja til að niðurstaða seinni talningar í kosningunum í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Stjórnarflokkarnir verða því ekki samferða í málinu. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52
Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22