Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2021 20:00 Kjörbréfanefnd kom saman í dag. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. Alþingi kaus sömu níu fulltrúana og sátu í undirbúningskjörbréfanefndinni til setu í hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kom saman strax að loknum þingfundi í dag. Að honum loknum var greinargerð nefndarinnar birt á vef Alþingis og undirrituð of öllum nema fulltrúa Pírata í nefndinni. Þótt atkvæði verði ekki greidd um kjörbréfin sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum virðist meirihuti hafa orðið til um niðurstöðu í nefndinni. „Mér heyrist að það verði að minnsta kosti til meirihlutaálit. Svo á eftir að koma í ljós hvað minnihlutaálit verða mörg. Hvort þau verða eitt, tvö, þrjú eða fleiri,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Og meirihlutaálitið er að það beri að staðfesta þessi kjörbréf? „Já.“ Undir þetta álit muni fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins skrifa og leggja til sem tillögu fyrir Alþingi. „Ef það er ekkert sem við höfum getað dregið fram sem sýna að ætla megi að vilji kjósenda hafi ekki komið fram, sem við höfum ekki getað gert. Þannig að ég mun náttúrlega greiða atkvæði með því kjörbréf Landskjörstjórnar sem gefin voru út hinn 1. október síðast liðin verði gild,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Eftir ítarlega skoðun kjörgagna komast fulltrúar Framsóknarflokksins að sömu niðurstöðu. „Mín skoðun er sú að þar hafi ekkert komið fram sem bendir til þess að að hafi verið átt við kjörgögnin á þessu tímabili sem leið frá því fundi var frestað og þangað til honum var framhaldið,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Kjósendur njóti vafans Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar telja vafann hins vegar það mikinn í meðferð kjörgagna að kjósendur í Norðvesturkjördæmi eigi að njóta vafans. „Og þar með þeirri tillögu að þessi kjörbréf sem um ræðir, sem eru kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmis og jöfnunarmanna verði ekki staðfest. Þá taka í rauninni kosningalögin við og setja okkur í það verkefni að horfast í augu við uppkosningu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Fulltrúi Samfylkingarinnar talaði á svipuðum nótum. „Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi gæti ekki staðfest að kjörgagna hefði verið gætt með fullnægjandi hætti. Og í rauninni stöndum við enn þar að við vitum að þeirra var ekki gætt með fullnægjandi hætti. Það fer í bága við kosningalöggjöfina og gerir það að verkum að við getum ekki tekið öll þessi kjörbréf gild,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og kjörbréfanefndarmaður. Fulltrúi Pírata vill ganga enn lengra og kjósa aftur á landinu öllu. „Við höfum litið svo á að þetta sé einhvers konar kerfislægt vandamál. Þannig að það sé í rauninni nauðsynlegt að hafa kosningar á öllu landinu. Það er ekki nó að eitt kjördæmi geti ráðið svona úrslitum eins og það gerir núna,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður. Þá telur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, nokkuð ljóst að verulegir ágallar hafi verið á framkvæmd kosninganna: Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Alþingi kaus sömu níu fulltrúana og sátu í undirbúningskjörbréfanefndinni til setu í hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kom saman strax að loknum þingfundi í dag. Að honum loknum var greinargerð nefndarinnar birt á vef Alþingis og undirrituð of öllum nema fulltrúa Pírata í nefndinni. Þótt atkvæði verði ekki greidd um kjörbréfin sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum virðist meirihuti hafa orðið til um niðurstöðu í nefndinni. „Mér heyrist að það verði að minnsta kosti til meirihlutaálit. Svo á eftir að koma í ljós hvað minnihlutaálit verða mörg. Hvort þau verða eitt, tvö, þrjú eða fleiri,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Og meirihlutaálitið er að það beri að staðfesta þessi kjörbréf? „Já.“ Undir þetta álit muni fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins skrifa og leggja til sem tillögu fyrir Alþingi. „Ef það er ekkert sem við höfum getað dregið fram sem sýna að ætla megi að vilji kjósenda hafi ekki komið fram, sem við höfum ekki getað gert. Þannig að ég mun náttúrlega greiða atkvæði með því kjörbréf Landskjörstjórnar sem gefin voru út hinn 1. október síðast liðin verði gild,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Eftir ítarlega skoðun kjörgagna komast fulltrúar Framsóknarflokksins að sömu niðurstöðu. „Mín skoðun er sú að þar hafi ekkert komið fram sem bendir til þess að að hafi verið átt við kjörgögnin á þessu tímabili sem leið frá því fundi var frestað og þangað til honum var framhaldið,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Kjósendur njóti vafans Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar telja vafann hins vegar það mikinn í meðferð kjörgagna að kjósendur í Norðvesturkjördæmi eigi að njóta vafans. „Og þar með þeirri tillögu að þessi kjörbréf sem um ræðir, sem eru kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmis og jöfnunarmanna verði ekki staðfest. Þá taka í rauninni kosningalögin við og setja okkur í það verkefni að horfast í augu við uppkosningu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Fulltrúi Samfylkingarinnar talaði á svipuðum nótum. „Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi gæti ekki staðfest að kjörgagna hefði verið gætt með fullnægjandi hætti. Og í rauninni stöndum við enn þar að við vitum að þeirra var ekki gætt með fullnægjandi hætti. Það fer í bága við kosningalöggjöfina og gerir það að verkum að við getum ekki tekið öll þessi kjörbréf gild,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og kjörbréfanefndarmaður. Fulltrúi Pírata vill ganga enn lengra og kjósa aftur á landinu öllu. „Við höfum litið svo á að þetta sé einhvers konar kerfislægt vandamál. Þannig að það sé í rauninni nauðsynlegt að hafa kosningar á öllu landinu. Það er ekki nó að eitt kjördæmi geti ráðið svona úrslitum eins og það gerir núna,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður. Þá telur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, nokkuð ljóst að verulegir ágallar hafi verið á framkvæmd kosninganna:
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09
Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07