Nokkrar ábyrgðarlausar hugleiðingar um síðasta fílinn á jörðinni Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 20:02 Á Íslandi hefur veðrið verið vinsælt umræðuefni í gegnum aldirnar. Enda hafa verið hér stormar og slydduél og stundum hefur fólki fundist regnið rigna upp á við inn í nefið og skyldi engan furða. Að koma heim til Íslands frá útlöndum er stundum eins og að stíga inn í kalda sturtu um leið og gengið er niður landganginn út úr flugvélinni. En menn rugla oft saman veðurfræði og loftslagsfræði. Veðurfræði snýst aðallega um hvaðan næsta lægð kemur og hvert hún fer. Hvort hún þróast yfir í fellibyl eða hitabeltisstorm. Veðurspár ná sjaldan langt fram í tímann. Vegna þess hve hafið er vökvakennt og breytilegt og lofthjúpurinn vindasamur og loftkenndur verða ætíð miklar og stórar sveiflur í þessum stóru kerfum jarðar. En þessar sveiflur eru aðallega til skemmri tíma. Þær eru oft frekar óútreiknanlegar og falla því undir viðfangsefni veðurfræðinnar. Loftslag sem er í raun veðurfar til miklu lengri tíma, til áratuga, alda eða árþúsunda er mun fyrirsjáanlegra en veðrið í næstu viku. Það hljómar kannski undarlega en það er sennilega auðveldara að spá fyrir um veðrið á næstu öld, en veðrið eftir 2 vikur. Það er vegna þess að fyrirsjáanleikinn í flóknum kerfum jarðar eykst almennt þegar horft er til lengri tíma. Við Íslendingar búum til dæmis á eyju í miðju Atlantshafi sem veldur því að hér eru frekar mildir vetur en köld og rök sumur. Svo erum við með stóran jökul sem kallast Grænlandsjökull í nágrenni við okkur og hröð bráðnun hans setur mikið magn ískalds yfirborðsvatns út í hafið vestan við landið. Það er hugsanlegt að þessi ískaldi massi ferskvatns sé bæði að hafa áhrif á Golfstrauminn og að valda ákveðnum kuldapolli yfir Íslandi. Þessi kuldapollur getur orðið til þess að Íslendingar verði minna varir við áhrif loftslagsbreytinga til að byrja með og fljóti því enn grunlausari að feigðarósi en margar aðrar þjóðir veraldar. Það er nefnilega þannig að það eru til ákveðin náttúrulögmál sem gilda í þessum alheimi. Eitt af náttúrulögmálunum er t.d. þyngdaraflið sem heldur okkur föstum við yfirborð jarðar og kemur í veg fyrir að við losnum af yfirborðinu og svífum hreinlega út í geim. Í loftslagskerfi jarðar gilda ákveðin náttúrulögmál. Þau eru þau sömu og gilda annarsstaðar í sólkerfinu. Þau eru þau sömu og gilda t.d. á Mars eða Venus. Jafnvel þótt okkur tækist að komast yfir í næstu vetrarbraut við okkar vetrarbraut, þ.e.a.s. Andromedu myndi okkur aldrei takast að flýja náttúrulögmálin. Þau eru einfaldlega í gildi allsstaðar. Í loftslagskerfi jarðar eru ákveðnir áhrifaþættir (e. climate forcing agents) sem þvingja loftslag jarðar í ákveðnar áttir og stjórna í raun þróun þess bæði á ákveðnum svæðum jarðar og í heild sinni. Einn slíkur áhrifaþáttur er losun stórra eldgosa á S02 gasi út í heiðhvolf jarðar. Í heiðhvolfinu binst SO2 súrefni og vatni og myndar örsmáa dropa af brennisteinssýru. Þessir smáu svifdropar endurkasta sólargeislum sem eru á leið inn í lofthjúp jarðar aftur út í geim og þannig geta stór eldgos valdið kólnun á yfirborði jarðar í nokkur ár. Eitt nýlegt dæmi um slíkt eldgos er gosið í El Chichon árið 1982. En það þarf ansi mörg eldgos á yfirborði jarðar, ef eldgos eiga að stemma stigu við þeirri hlýnun sem nú er að eiga sér stað í lofthjúpi jarðar. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir taka inn í sig innrauða hitageislun frá jörðinni sjálfri og mynda þannig eins og “Álfafoss ullarteppi” utan um jörðina. Innrauða hitageislunin frá jörðinni sem er leið jarðarinnar til að losa sig við of mikinn hita og halda hitajafnvægi kemst nefnilega ekki út úr lofthjúpnum og þarmeð hitnar lofthjúpur jarðar. Þetta er ekki sérstaklega flókin efnafræði. Öll efnafræðin er reyndar mjög vel þekkt, hefur verið það lengi og það er ekkert í þessu sem ætti að koma mönnum neitt sérstaklega á óvart. Vísindamenn hafa nefnilega áreiðanleg gögn um það hvernig loftslag jarðar hefur hegðað sér nokkurn veginn undanfarin nokkur hundrað þúsund ár. Sólin er ekki talin í dag hafa mikil áhrif á hlýnun lofthjúps jarðar, nema að því leyti að útfjólublá geislun frá sólu sem getur verið mjög breytileg, myndar meira óson efst í lofthjúpnum og eykur þannig á hlýnun lofthjúpsins. Það eru engar trúverðugar kenningar í dag sem benda ti þess að sólin sé skýringin á því sem alltof greinilega er að gerast í lofthjúpi jarðar. Það er öllum vísindamönnum og sagnfræðingum ljóst að miklar loftslagsbreytingar urðu frá 18. öldinni til hennar 21.stu. Á 18. öld ríkti Litla ísöldin. Thames fljót var t.d. oft frosið á 18. öldinni. Þar var hægt að vera á skautum. Þetta sést einnig í gömlum málverkum frá Evrópu, Hollandi og Belgíu. Þessi breyting sem við erum hér að ræða um, Litla ísöldin, var þó sennilega ekki nema 0,5 gráðu breyting á meðalhita jarðar. Það er nefnilega það sem allur almenningur á mjög erfitt með að skilja. Hvernig getur svona breyting á meðalhita jarðar um örfáar gráður skipt svona miklu máli? Til að skilja þetta betur þurfum við að átta okkur á því að það munar aðeins 5°C á jarðar-meðalhita hámarkskulda síðustu ísaldar og þeim meðalhita jarðar sem við búum við núna á okkar þægilega hlýskeiði. Ef það hlýnar á jörðinni núna um 5°C (meðalhiti allrar jarðar hækkar um 5°C) erum við að sigla inn í algjörlega nýtt ofur hlýskeið sem mun gera okkar núverandi hlýskeið að hreinni ísöld í samanburði við það sem mun taka við. Heimurinn mun einfaldlega taka svo miklum breytingum að hann verður okkur algjörlega óþekkjanlegur. Mörg svæði jarðar gætu orðið algjörlega óbyggileg mönnum. Og ef þið eruð að kvarta yfir flóttamönnum núna strax, þá ættuð þið bara að ímynda ykkur hvað gerist þegar og ef loftslagsbreytingar fara skella á mannkyninu öllu af fullum þunga. Ein hryllingssviðsmyndin sem hefur verið teiknuð upp er hvað gerist í Asíu ef ísinn í fjöllum hins eilífa snævar – Himalajafjöllum fer að bráðna að ráði. Hvað mun hreinlega gerast ef stórfljótin Ganges og Brahmaputra fara að þorna upp eða breytast í litla læki? Þá mun lítið þýða að vera í afneitun á Fésbókinni og vera bara að setja læk við hversdagslega hluti. Það er reyndar önnur umræða þ.e.a.s. hvernig samfélagsmiðlar, tölvuleikir og önnur afþreying draga athygli fólks endalaust frá því sem er raunverulega að gerast á reikistjörnunni jörð. Ég segi fyrir sjálfa mig að ég vil frekar horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, en að lifa í stanslausum gerviheimi á meðan allt lífríki jarðar, regnskógarnir og sjálft andrúmsloftið fer norður og niður. Raunvísindin vita fullvel hverjar afleiðingar loftslagsbreytinga geta orðið bæði fyrir dýr og menn. En veit almenningur það? Vita stjórnmálamenn það eða þora stjórnmálamennirnir kannski bara ekki að segja sannleikann? Ennþá er tækifæri til að bregðast við. Ennþá getum við bjargað okkur sjálfum og lífríkinu. Serengeti þjóðgarðurinn er að þorna upp smám saman vegna loftslagsbreytinga. Spyrja má hvað verður um ljónin, fílana, gíraffana og sebrahestana? Hvernig ætlum við að útskýra fyrir börnunum okkar og barnabörnunum ef loftslagsbreytingar útrýma t.d. síðasta fílnum eða síðasta gíraffanum? Eða á síðasta ljónið eftir að hverfa frá reikisstjörnunni jörð? Hvað verður þá eiginlega eftir? Tuskudýr? Hvað verður þá um allt mannkyn? Við skulum muna það sem frumbyggjar Norður-Ameríku sögðu. Við eigum ekki Móður Jörð. Við eigum ekki dýrin. Við eigum ekki andrúmsloftið? Allt þetta höfum við einungis tímabundið að láni frá komandi kynslóðum. Höfundur er umhverfisefnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur veðrið verið vinsælt umræðuefni í gegnum aldirnar. Enda hafa verið hér stormar og slydduél og stundum hefur fólki fundist regnið rigna upp á við inn í nefið og skyldi engan furða. Að koma heim til Íslands frá útlöndum er stundum eins og að stíga inn í kalda sturtu um leið og gengið er niður landganginn út úr flugvélinni. En menn rugla oft saman veðurfræði og loftslagsfræði. Veðurfræði snýst aðallega um hvaðan næsta lægð kemur og hvert hún fer. Hvort hún þróast yfir í fellibyl eða hitabeltisstorm. Veðurspár ná sjaldan langt fram í tímann. Vegna þess hve hafið er vökvakennt og breytilegt og lofthjúpurinn vindasamur og loftkenndur verða ætíð miklar og stórar sveiflur í þessum stóru kerfum jarðar. En þessar sveiflur eru aðallega til skemmri tíma. Þær eru oft frekar óútreiknanlegar og falla því undir viðfangsefni veðurfræðinnar. Loftslag sem er í raun veðurfar til miklu lengri tíma, til áratuga, alda eða árþúsunda er mun fyrirsjáanlegra en veðrið í næstu viku. Það hljómar kannski undarlega en það er sennilega auðveldara að spá fyrir um veðrið á næstu öld, en veðrið eftir 2 vikur. Það er vegna þess að fyrirsjáanleikinn í flóknum kerfum jarðar eykst almennt þegar horft er til lengri tíma. Við Íslendingar búum til dæmis á eyju í miðju Atlantshafi sem veldur því að hér eru frekar mildir vetur en köld og rök sumur. Svo erum við með stóran jökul sem kallast Grænlandsjökull í nágrenni við okkur og hröð bráðnun hans setur mikið magn ískalds yfirborðsvatns út í hafið vestan við landið. Það er hugsanlegt að þessi ískaldi massi ferskvatns sé bæði að hafa áhrif á Golfstrauminn og að valda ákveðnum kuldapolli yfir Íslandi. Þessi kuldapollur getur orðið til þess að Íslendingar verði minna varir við áhrif loftslagsbreytinga til að byrja með og fljóti því enn grunlausari að feigðarósi en margar aðrar þjóðir veraldar. Það er nefnilega þannig að það eru til ákveðin náttúrulögmál sem gilda í þessum alheimi. Eitt af náttúrulögmálunum er t.d. þyngdaraflið sem heldur okkur föstum við yfirborð jarðar og kemur í veg fyrir að við losnum af yfirborðinu og svífum hreinlega út í geim. Í loftslagskerfi jarðar gilda ákveðin náttúrulögmál. Þau eru þau sömu og gilda annarsstaðar í sólkerfinu. Þau eru þau sömu og gilda t.d. á Mars eða Venus. Jafnvel þótt okkur tækist að komast yfir í næstu vetrarbraut við okkar vetrarbraut, þ.e.a.s. Andromedu myndi okkur aldrei takast að flýja náttúrulögmálin. Þau eru einfaldlega í gildi allsstaðar. Í loftslagskerfi jarðar eru ákveðnir áhrifaþættir (e. climate forcing agents) sem þvingja loftslag jarðar í ákveðnar áttir og stjórna í raun þróun þess bæði á ákveðnum svæðum jarðar og í heild sinni. Einn slíkur áhrifaþáttur er losun stórra eldgosa á S02 gasi út í heiðhvolf jarðar. Í heiðhvolfinu binst SO2 súrefni og vatni og myndar örsmáa dropa af brennisteinssýru. Þessir smáu svifdropar endurkasta sólargeislum sem eru á leið inn í lofthjúp jarðar aftur út í geim og þannig geta stór eldgos valdið kólnun á yfirborði jarðar í nokkur ár. Eitt nýlegt dæmi um slíkt eldgos er gosið í El Chichon árið 1982. En það þarf ansi mörg eldgos á yfirborði jarðar, ef eldgos eiga að stemma stigu við þeirri hlýnun sem nú er að eiga sér stað í lofthjúpi jarðar. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir taka inn í sig innrauða hitageislun frá jörðinni sjálfri og mynda þannig eins og “Álfafoss ullarteppi” utan um jörðina. Innrauða hitageislunin frá jörðinni sem er leið jarðarinnar til að losa sig við of mikinn hita og halda hitajafnvægi kemst nefnilega ekki út úr lofthjúpnum og þarmeð hitnar lofthjúpur jarðar. Þetta er ekki sérstaklega flókin efnafræði. Öll efnafræðin er reyndar mjög vel þekkt, hefur verið það lengi og það er ekkert í þessu sem ætti að koma mönnum neitt sérstaklega á óvart. Vísindamenn hafa nefnilega áreiðanleg gögn um það hvernig loftslag jarðar hefur hegðað sér nokkurn veginn undanfarin nokkur hundrað þúsund ár. Sólin er ekki talin í dag hafa mikil áhrif á hlýnun lofthjúps jarðar, nema að því leyti að útfjólublá geislun frá sólu sem getur verið mjög breytileg, myndar meira óson efst í lofthjúpnum og eykur þannig á hlýnun lofthjúpsins. Það eru engar trúverðugar kenningar í dag sem benda ti þess að sólin sé skýringin á því sem alltof greinilega er að gerast í lofthjúpi jarðar. Það er öllum vísindamönnum og sagnfræðingum ljóst að miklar loftslagsbreytingar urðu frá 18. öldinni til hennar 21.stu. Á 18. öld ríkti Litla ísöldin. Thames fljót var t.d. oft frosið á 18. öldinni. Þar var hægt að vera á skautum. Þetta sést einnig í gömlum málverkum frá Evrópu, Hollandi og Belgíu. Þessi breyting sem við erum hér að ræða um, Litla ísöldin, var þó sennilega ekki nema 0,5 gráðu breyting á meðalhita jarðar. Það er nefnilega það sem allur almenningur á mjög erfitt með að skilja. Hvernig getur svona breyting á meðalhita jarðar um örfáar gráður skipt svona miklu máli? Til að skilja þetta betur þurfum við að átta okkur á því að það munar aðeins 5°C á jarðar-meðalhita hámarkskulda síðustu ísaldar og þeim meðalhita jarðar sem við búum við núna á okkar þægilega hlýskeiði. Ef það hlýnar á jörðinni núna um 5°C (meðalhiti allrar jarðar hækkar um 5°C) erum við að sigla inn í algjörlega nýtt ofur hlýskeið sem mun gera okkar núverandi hlýskeið að hreinni ísöld í samanburði við það sem mun taka við. Heimurinn mun einfaldlega taka svo miklum breytingum að hann verður okkur algjörlega óþekkjanlegur. Mörg svæði jarðar gætu orðið algjörlega óbyggileg mönnum. Og ef þið eruð að kvarta yfir flóttamönnum núna strax, þá ættuð þið bara að ímynda ykkur hvað gerist þegar og ef loftslagsbreytingar fara skella á mannkyninu öllu af fullum þunga. Ein hryllingssviðsmyndin sem hefur verið teiknuð upp er hvað gerist í Asíu ef ísinn í fjöllum hins eilífa snævar – Himalajafjöllum fer að bráðna að ráði. Hvað mun hreinlega gerast ef stórfljótin Ganges og Brahmaputra fara að þorna upp eða breytast í litla læki? Þá mun lítið þýða að vera í afneitun á Fésbókinni og vera bara að setja læk við hversdagslega hluti. Það er reyndar önnur umræða þ.e.a.s. hvernig samfélagsmiðlar, tölvuleikir og önnur afþreying draga athygli fólks endalaust frá því sem er raunverulega að gerast á reikistjörnunni jörð. Ég segi fyrir sjálfa mig að ég vil frekar horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, en að lifa í stanslausum gerviheimi á meðan allt lífríki jarðar, regnskógarnir og sjálft andrúmsloftið fer norður og niður. Raunvísindin vita fullvel hverjar afleiðingar loftslagsbreytinga geta orðið bæði fyrir dýr og menn. En veit almenningur það? Vita stjórnmálamenn það eða þora stjórnmálamennirnir kannski bara ekki að segja sannleikann? Ennþá er tækifæri til að bregðast við. Ennþá getum við bjargað okkur sjálfum og lífríkinu. Serengeti þjóðgarðurinn er að þorna upp smám saman vegna loftslagsbreytinga. Spyrja má hvað verður um ljónin, fílana, gíraffana og sebrahestana? Hvernig ætlum við að útskýra fyrir börnunum okkar og barnabörnunum ef loftslagsbreytingar útrýma t.d. síðasta fílnum eða síðasta gíraffanum? Eða á síðasta ljónið eftir að hverfa frá reikisstjörnunni jörð? Hvað verður þá eiginlega eftir? Tuskudýr? Hvað verður þá um allt mannkyn? Við skulum muna það sem frumbyggjar Norður-Ameríku sögðu. Við eigum ekki Móður Jörð. Við eigum ekki dýrin. Við eigum ekki andrúmsloftið? Allt þetta höfum við einungis tímabundið að láni frá komandi kynslóðum. Höfundur er umhverfisefnafræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun