Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2021 17:17 Gul armbönd hafa mörg safnast upp á heimilum grunnskólabarna. Vísir/Atli/Vilhelm Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. Skólastjórnendur í níu grunnskólum í Reykjavík, sem senda börn í skólasund í Laugardalslaug, sendu póst á foreldra skólabarna í dag þar sem kom fram að laugin sé nú hætt að úthluta gulum armböndum til barna. Þetta sé erfið staða þar sem börn og unglingar séu oft með verðmæti á sér sem þeir vilji læsa inni. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir starfsmenn vera í stökustu vandræðum vegna stöðunnar með gulu armböndin. „Þessi þúsund armbönd sem við versluðum í sumar og í haust, þau eru bara að verða búin. Við eigum ekki fyrir almenning sem verður að ganga fyrir hvað þetta varðar. Vandamálið er að við höfum ekki verið að fá armböndin til baka í skólasundinu. Því til staðfestingar þá komu foreldrar barns um helgina og skiluðu heilum 45 armböndum sem barnið hafði safnað saman.“ Vísir Nota gamla innganginn með engu hliði Börn sem koma í Laugardalslaug til að fara í skólasund hafa síðustu misserin notast við gamla inngang laugarinnar sem snýr út að Sundlaugarvegi, á meðan almenningur notast við nýrri innganginn sem snýr út að Reykjavegi. „Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir og er fyrirkomulagið betra fyrir alla aðila – starfsmenn, almenning og börnin sjálf,“ segir Árni. „Vandamálið er að það er ekkert hlið fyrir skólabörnin líkt og er fyrir almenning, þar sem þeir skila armböndunum til að komast út. Við höfum verið að benda börnunum á að skila armböndunum en nú er svo komið að verið verðum að bregðast við,“ segir Árni. Hann segir að allt kosti þetta pening, hvert armband kosti um 170 krónur. Kostnaðurinn sé því mikill, enda ógrynni armbanda sem hafi ekki skilað sér aftur. Og fleiri armbönd eru í pöntun. Árni segir að gripið verði til þess ráðs að selja hverju barni í skólasundi armband gegn hóflegu gjaldi – armband sem ætti þá að duga alla skólaveturinn. „Og við biðlum að sjálfsögðu líka til foreldra að grennslast fyrir heima hvort einhver gul armbönd leynist þar og koma þeim aftur til okkar.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Skólastjórnendur í níu grunnskólum í Reykjavík, sem senda börn í skólasund í Laugardalslaug, sendu póst á foreldra skólabarna í dag þar sem kom fram að laugin sé nú hætt að úthluta gulum armböndum til barna. Þetta sé erfið staða þar sem börn og unglingar séu oft með verðmæti á sér sem þeir vilji læsa inni. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir starfsmenn vera í stökustu vandræðum vegna stöðunnar með gulu armböndin. „Þessi þúsund armbönd sem við versluðum í sumar og í haust, þau eru bara að verða búin. Við eigum ekki fyrir almenning sem verður að ganga fyrir hvað þetta varðar. Vandamálið er að við höfum ekki verið að fá armböndin til baka í skólasundinu. Því til staðfestingar þá komu foreldrar barns um helgina og skiluðu heilum 45 armböndum sem barnið hafði safnað saman.“ Vísir Nota gamla innganginn með engu hliði Börn sem koma í Laugardalslaug til að fara í skólasund hafa síðustu misserin notast við gamla inngang laugarinnar sem snýr út að Sundlaugarvegi, á meðan almenningur notast við nýrri innganginn sem snýr út að Reykjavegi. „Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir og er fyrirkomulagið betra fyrir alla aðila – starfsmenn, almenning og börnin sjálf,“ segir Árni. „Vandamálið er að það er ekkert hlið fyrir skólabörnin líkt og er fyrir almenning, þar sem þeir skila armböndunum til að komast út. Við höfum verið að benda börnunum á að skila armböndunum en nú er svo komið að verið verðum að bregðast við,“ segir Árni. Hann segir að allt kosti þetta pening, hvert armband kosti um 170 krónur. Kostnaðurinn sé því mikill, enda ógrynni armbanda sem hafi ekki skilað sér aftur. Og fleiri armbönd eru í pöntun. Árni segir að gripið verði til þess ráðs að selja hverju barni í skólasundi armband gegn hóflegu gjaldi – armband sem ætti þá að duga alla skólaveturinn. „Og við biðlum að sjálfsögðu líka til foreldra að grennslast fyrir heima hvort einhver gul armbönd leynist þar og koma þeim aftur til okkar.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira