„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 20:00 Glódís Guðgeirsdóttir er búsett í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi. Vísir/Egill Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli. Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli.
Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11
„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44