Ronaldo sakar ritstjóra France Football og yfirmann Ballon d'Or um að ljúga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 08:00 Cristiano Ronaldo hefur skilað mörkum hjá Manchester United eins og hjá Juventus og portúgalska landsliðinu en gengi liða hans var ekki gott á árinu 2021. Getty/Daniel Chesterton Þetta eru ekki alltof góðir dagar fyrir Cristiano Ronaldo. Á sunnudaginn byrjaði hann á bekknum í stórleik Manchester United á móti Chelsea og í gær náði Lionel Messi tveggja Gullhnatta forskoti á hann. Ronaldo náði sér þó í talsverða athygli í gærkvöldi þrátt fyrir að skrópa á verðlaunahátíðina þegar hann sendi frá sér mikla yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. Ronaldo var þá að svara fyrir ummæli Pascal Ferre um sig. Ferre er ritstjóri France Football blaðsins sem veitir Gullhnöttinn eða Ballon d'Or eins og þau eru þekkt erlendis. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ferre talaði um Cristiano Ronaldo í viðtali við New York Times á síðustu viku. Þar sagði hann að eini metnaður Ronaldo væri fyrir því að enda með fleiri Gullhnetti en Messi. Eftir verðlaunin hjá Messi í gær er sá möguleiki úr sögunni. Ronaldo var mjög ósáttur með þessi ummæli sem Ferre sagði að leikmaðurinn hefði sagt við sig sjálfur. „Niðurstaðan í dag útskýrir af hverju Pascal Ferre sagði í síðustu viku að eini metnaður minn væri að enda feril minn með fleiri Ballons d'Or styttur en Lionel Messi,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Pascal Ferre laug og notaði mitt nafn til að koma sér á framfæri og auglýsa fjölmiðilinn sem hann vinnur hjá,“ skrifaði Ronaldo. „Það er óásættanlegt að maður, sem hefur þá ábyrgð að veita svona virt verðlaun, geti logið með þessum hætti og bera með því enga virðingu fyrir manni sem hefur alltaf borið sjálfur virðingu fyrir France Football og the Ballon d'Or,“ skrifaði Ronaldo. „Hann laug síðan aftur í dag með því að útskýra fjarveru mína frá hátíðinni með því að ég ætti að vera í sóttkví. Það er engin ástæða fyrir slíku,“ skrifaði Ronaldo sem skrópaði á hátíðina vegna ósættisins við Pascal Ferre. Cristiano Ronaldo endaði í sjötta sæti í kjörinu en hann hafði ekki endaði utan topp þrjú síðan árið 2010. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Ronaldo náði sér þó í talsverða athygli í gærkvöldi þrátt fyrir að skrópa á verðlaunahátíðina þegar hann sendi frá sér mikla yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. Ronaldo var þá að svara fyrir ummæli Pascal Ferre um sig. Ferre er ritstjóri France Football blaðsins sem veitir Gullhnöttinn eða Ballon d'Or eins og þau eru þekkt erlendis. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ferre talaði um Cristiano Ronaldo í viðtali við New York Times á síðustu viku. Þar sagði hann að eini metnaður Ronaldo væri fyrir því að enda með fleiri Gullhnetti en Messi. Eftir verðlaunin hjá Messi í gær er sá möguleiki úr sögunni. Ronaldo var mjög ósáttur með þessi ummæli sem Ferre sagði að leikmaðurinn hefði sagt við sig sjálfur. „Niðurstaðan í dag útskýrir af hverju Pascal Ferre sagði í síðustu viku að eini metnaður minn væri að enda feril minn með fleiri Ballons d'Or styttur en Lionel Messi,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Pascal Ferre laug og notaði mitt nafn til að koma sér á framfæri og auglýsa fjölmiðilinn sem hann vinnur hjá,“ skrifaði Ronaldo. „Það er óásættanlegt að maður, sem hefur þá ábyrgð að veita svona virt verðlaun, geti logið með þessum hætti og bera með því enga virðingu fyrir manni sem hefur alltaf borið sjálfur virðingu fyrir France Football og the Ballon d'Or,“ skrifaði Ronaldo. „Hann laug síðan aftur í dag með því að útskýra fjarveru mína frá hátíðinni með því að ég ætti að vera í sóttkví. Það er engin ástæða fyrir slíku,“ skrifaði Ronaldo sem skrópaði á hátíðina vegna ósættisins við Pascal Ferre. Cristiano Ronaldo endaði í sjötta sæti í kjörinu en hann hafði ekki endaði utan topp þrjú síðan árið 2010. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira