Börn eru að meðaltali 29 mánaða þegar þau hefja dvöl á leikskólum Reykjavíkur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2021 15:29 Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Á þessum 3 árum sem spurningunni hefur ekki verið svarað hafa gríðarlega margir sett sig í samband við mig og lýst því hversu lengi þeir þurfa að bíða eftir plássi í leikskólum Reykjavíkur, margir hafa gefist upp og flutt í nágranna sveitarfélög þar sem börn þeirra komast fyrr að á leikskólum. Nú er svarið komið og það slær mann illa, í svarinu segir „Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman 25. október 2021 var meðalaldur barna við inntöku 29 mánaða.“ Á kjörtímabilinu hefur meirihlutanum því tekist að hækka meðalaldur leikskólabarna þegar þau hefja dvöl úr 26 mánuðum líkt og hann var árið 2018 í 29 mánuði árið 2021. Þetta er dapurleg staðreynd, nú er klukkan korter í kosningar og ég reikna ekki með neinu öðru en að við förum að sjá endurunninn loforð frá meirihlutaflokkunum um betri þjónustu við barnafjölskyldur þar sem börn komist fyrr að á leikskólum. Loforð sem ekki hefur tekist að uppfylla síðustu kjörtímabil þrátt fyrir fögur fyrirheit. Börn eiga ekki heima á biðlistum og sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber skilda til að reka þarf að vera skammlaus. Það er ljóst að meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist það verkefni líkt og flokkar innan hans hafa ítrekað lofað kosningar eftir kosningar. Yngri börn eru ekki að komist að á leikskólum Reykjavíkur, heldur bíða þau á biðlistum þangað til þau nálgast þriggja ára aldur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Sjá meira
Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Á þessum 3 árum sem spurningunni hefur ekki verið svarað hafa gríðarlega margir sett sig í samband við mig og lýst því hversu lengi þeir þurfa að bíða eftir plássi í leikskólum Reykjavíkur, margir hafa gefist upp og flutt í nágranna sveitarfélög þar sem börn þeirra komast fyrr að á leikskólum. Nú er svarið komið og það slær mann illa, í svarinu segir „Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman 25. október 2021 var meðalaldur barna við inntöku 29 mánaða.“ Á kjörtímabilinu hefur meirihlutanum því tekist að hækka meðalaldur leikskólabarna þegar þau hefja dvöl úr 26 mánuðum líkt og hann var árið 2018 í 29 mánuði árið 2021. Þetta er dapurleg staðreynd, nú er klukkan korter í kosningar og ég reikna ekki með neinu öðru en að við förum að sjá endurunninn loforð frá meirihlutaflokkunum um betri þjónustu við barnafjölskyldur þar sem börn komist fyrr að á leikskólum. Loforð sem ekki hefur tekist að uppfylla síðustu kjörtímabil þrátt fyrir fögur fyrirheit. Börn eiga ekki heima á biðlistum og sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber skilda til að reka þarf að vera skammlaus. Það er ljóst að meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist það verkefni líkt og flokkar innan hans hafa ítrekað lofað kosningar eftir kosningar. Yngri börn eru ekki að komist að á leikskólum Reykjavíkur, heldur bíða þau á biðlistum þangað til þau nálgast þriggja ára aldur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar