Innlent

Tafir á umferð víða um höfuðborgarsvæðið eftir hádegið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla um tvöleytið í dag.
Frá gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla um tvöleytið í dag. Elsa María

Töluverðar umferðartafir hafa orðið á umferð í höfuðborginni eftir hádegi vegna umferðarslysa. Engir sjúkraflutningar eru þó skráðir hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla og sjúkralið voru kölluð að gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla rétt fyrir klukkan tvö í dag. Töluverðar tafir urðu á umferð um Grensásveginn í suðurátt á meðan aðgerðum stóð. Slökkviliðið hafði ekki upplýsingar um hvers lags útkall væri að ræða. Þá náðist ekki í lögreglu vegna málsins.

Tafir urðu á umferð um Kringlumýrarbraut á öðrum tímanum í dag.Vísir/Atli

Tafir urðu á Kringlumýrarbraut frá Sæbraut og upp að Laugavegi á svipuðum tíma. Blikkandi ljós sáust frá lögreglu á svæðinu en búið var að greiða úr flækjunni um hálftíma síðar.

Frá Miklubraut við Klambratún upp úr klukkan tvö í dag. Þessir bílar stóðu kyrrir en ekki var að sjá skemmdir aftan á fólksbílnum svo allt eins gæti hafa verið um bilun að ræða.Elsa María

Þá virðist hafa orðið árekstur hjá fólksbíl og vörubifreið á Miklubraut við Klambratún á þriðja tímanum í dag. Þar voru bílarnir kyrrir í um fimmtán mínútur á þriðja tímanum og því aðeins ein akrein á kafla fyrir ökumenn á leið í vesturátt.

Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×