Macland í Kringluna eftir ellefu ár í miðbænum Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Macland hefur verið í ellefu ár við Laugarveginn. Macland Það er umrót á Laugavegi þessa dagana, alltaf slæðingur af fólki á kvöldin hvort sem eru Reykvíkingar í jólainnkaupum eða ferðamenn að gá að einhverju forvitnilegu. En leita þarf annað en hingað til að kaupa sér iPhone. Tölvu- og símabúðin Macland, sem hefur staðið í bláu húsi við horn Klapparstígs í ellefu ár, er á förum. Koma á þremur útibúum verslunarinnar undir eitt þak í Kringlunni og eigandinn, Hörður Ágústsson, kveðst munu sakna Laugavegarins. „Ég náttúrulega elska miðbæinn, ég elska að koma þarna og ég elska að reka verslun þarna, en húsnæðið sem við vorum í var orðið illa farið og var ekki nothæft lengur og við urðum að flytja búðina,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Hörður segir Laugaveginn vera á lokametrunum í jákvæðri umbreytingu sem orðið hafi undanfarinn áratug. „Það er kannski framtíð Laugavegarins, að þróast í svona lista-, hönnunar- og barstreet/veitingahúsagötu. Það væri bara ofboðslega fallegt og ég held að það sé svolítið bara staðan,“ segir Hörður. Engin atlaga að geitinni enn Talandi um hönnun, ef kíkt er í næsta hús við Macland á Laugavegi hafa birst þar fyrirmyndarstofur og svefnherbergi frá IKEA. Þetta er samt ekki ný verslun, segir framkvæmdastjórinn, Stefán Rúnar Dagsson. „Við erum bara að reyna að ná til fólks og fá það til okkar. Við reyndar auglýsum líka netsöluna þarna. En við ákváðum að prófa þetta. IKEA úti hefur verið að gera þetta á járnbrautarstöðvum. En við erum ekki með járnbrautarkerfi á Íslandi, þannig að við gátum ekki nýtt okkur þá leiðina,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Hættulegt að vera geit.Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að tala við framkvæmdastjóra IKEA án þess að spyrja hvernig geitinni líður: „Geitin stendur á sínum stað og líður vel. Kalt hjá henni núna,“ segir Stefán. Hefur engin atlaga verið gerð? „Ekki enn þá.“ Verslun Reykjavík Kringlan Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Tölvu- og símabúðin Macland, sem hefur staðið í bláu húsi við horn Klapparstígs í ellefu ár, er á förum. Koma á þremur útibúum verslunarinnar undir eitt þak í Kringlunni og eigandinn, Hörður Ágústsson, kveðst munu sakna Laugavegarins. „Ég náttúrulega elska miðbæinn, ég elska að koma þarna og ég elska að reka verslun þarna, en húsnæðið sem við vorum í var orðið illa farið og var ekki nothæft lengur og við urðum að flytja búðina,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Hörður segir Laugaveginn vera á lokametrunum í jákvæðri umbreytingu sem orðið hafi undanfarinn áratug. „Það er kannski framtíð Laugavegarins, að þróast í svona lista-, hönnunar- og barstreet/veitingahúsagötu. Það væri bara ofboðslega fallegt og ég held að það sé svolítið bara staðan,“ segir Hörður. Engin atlaga að geitinni enn Talandi um hönnun, ef kíkt er í næsta hús við Macland á Laugavegi hafa birst þar fyrirmyndarstofur og svefnherbergi frá IKEA. Þetta er samt ekki ný verslun, segir framkvæmdastjórinn, Stefán Rúnar Dagsson. „Við erum bara að reyna að ná til fólks og fá það til okkar. Við reyndar auglýsum líka netsöluna þarna. En við ákváðum að prófa þetta. IKEA úti hefur verið að gera þetta á járnbrautarstöðvum. En við erum ekki með járnbrautarkerfi á Íslandi, þannig að við gátum ekki nýtt okkur þá leiðina,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Hættulegt að vera geit.Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að tala við framkvæmdastjóra IKEA án þess að spyrja hvernig geitinni líður: „Geitin stendur á sínum stað og líður vel. Kalt hjá henni núna,“ segir Stefán. Hefur engin atlaga verið gerð? „Ekki enn þá.“
Verslun Reykjavík Kringlan Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira