Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2021 13:00 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Þær Kristún og Guðrún eru báðar nýkjörnar á Alþingi og eru báðar þekktar fyrir skeleggan málflutning og verða að teljast miklar vonarstjörnur flokka sinna. Guðrún er eins konar ráðherra á bið því stefnt er að því að hún taki við innanríkisráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni innan eins og hálfs árs. Margir telja síðan að Kristrún sé framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar. Báðar tóku þær þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi og munu örugglega láta heyra í sér í umræðum um fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar sem Bjarni benediktsson mælti fyrir á Alþingi í morgun. Fyrsta umræða um frumvarpið stendur að minnsta kosti yfir í dag og á morgun. Hver er framtíðarsýn þessarra tveggja nýju þingmanna sem svo miklar vonir eru bundnar við? Verða þær fyrst og fremst trúar flokkum sínum eða munu þær voga sér að taka af skarið og leggja eitthvað nýtt til málanna á komandi kjörtímabili? Klippa: Pallborðið - Kristrún Frostadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir Í Pallborðinu sem hefst í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 14 reynum við að draga fram sýn þeirra á stöðu stjórnmálanna í dag og hvert þær vilja sjá íslenskt samfélag stefna á næstu árum. Pallborðið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. 1. desember 2021 11:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þær Kristún og Guðrún eru báðar nýkjörnar á Alþingi og eru báðar þekktar fyrir skeleggan málflutning og verða að teljast miklar vonarstjörnur flokka sinna. Guðrún er eins konar ráðherra á bið því stefnt er að því að hún taki við innanríkisráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni innan eins og hálfs árs. Margir telja síðan að Kristrún sé framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar. Báðar tóku þær þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi og munu örugglega láta heyra í sér í umræðum um fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar sem Bjarni benediktsson mælti fyrir á Alþingi í morgun. Fyrsta umræða um frumvarpið stendur að minnsta kosti yfir í dag og á morgun. Hver er framtíðarsýn þessarra tveggja nýju þingmanna sem svo miklar vonir eru bundnar við? Verða þær fyrst og fremst trúar flokkum sínum eða munu þær voga sér að taka af skarið og leggja eitthvað nýtt til málanna á komandi kjörtímabili? Klippa: Pallborðið - Kristrún Frostadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir Í Pallborðinu sem hefst í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 14 reynum við að draga fram sýn þeirra á stöðu stjórnmálanna í dag og hvert þær vilja sjá íslenskt samfélag stefna á næstu árum.
Pallborðið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. 1. desember 2021 11:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21
Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18
Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. 1. desember 2021 11:52