Guðmundur opinberaði glænýjan samskiptamiðil Eiður Þór Árnason skrifar 2. desember 2021 14:59 Fractal 5 hyggst auðvelda fólki að eiga óformlegri samskipti. Samsett Guðmundur Hafsteinsson, stofnandi og forstjóri Fractal 5, kynnti í dag fyrstu útgáfuna af samskiptamiðlinum Break á Slush, einni stærstu tækniráðstefnu í Evrópu. Break er ætlað að auðvelda notendum að halda sambandi við breiðari hóp fólks án mikillar fyrirhafnar og er nú aðgengilegt almenningi. Guðmundur útskýrði fyrir ráðstefnugestum á Slush að það vantaði tæknilausn sem auðveldaði fólki að halda góðu sambandi við breiðari hóp fólks sem hefði orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Það ætti við um gamla skólafélaga, samstarfsfólk, stórfjölskyldu eða vinafólk sem við værum til í að eiga í óformlegum samskiptum við þegar tækifæri sköpuðust, þó án þess að þurfa að hringja í viðkomandi, senda skilaboð eða skipuleggja fundi á ákveðnum tíma. Samskipti væru mikilvægur hluti félagslífs okkar, eins og til dæmis þegar fólk færi inn á kaffihús og hitti þar aðra fyrir tilviljun. Þetta kemur fram í tilkynningu en með Break geta þeir sem hafa tíma og áhuga samþykkt að eiga stund með öðrum og sýna gagnkvæman áhuga á að hittast eða spjalla. Að sögn Guðmundar eru slíkar tengingar skemmtilegar, oft óvæntar og krefjast lítillar fyrirhafnar. Greint var frá því fyrr á árinu að Fractal 5 hafi tryggt sér þriggja milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu, eða 384 milljónum króna, til að þróa hugbúnaðinn. Guðmundur hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Break snýst um að auðvelda notendum að ná til stærri hóps á einfaldari máta. Við viljum gera fólki kleift að skapa stundir, hvort sem það er spjall eða fara á kaffihús saman eða í bjór eftir vinnu og bjóða stórum hópi fólks sem getur þá tekið þátt eða leitt það hjá sér ef það hefur ekki tíma þá stundina,” segir Guðmundur í tilkynningu. Guðmundur ræddi um nýja samskiptamiðilinn í Bítinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Nýsköpun Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Break er ætlað að auðvelda notendum að halda sambandi við breiðari hóp fólks án mikillar fyrirhafnar og er nú aðgengilegt almenningi. Guðmundur útskýrði fyrir ráðstefnugestum á Slush að það vantaði tæknilausn sem auðveldaði fólki að halda góðu sambandi við breiðari hóp fólks sem hefði orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Það ætti við um gamla skólafélaga, samstarfsfólk, stórfjölskyldu eða vinafólk sem við værum til í að eiga í óformlegum samskiptum við þegar tækifæri sköpuðust, þó án þess að þurfa að hringja í viðkomandi, senda skilaboð eða skipuleggja fundi á ákveðnum tíma. Samskipti væru mikilvægur hluti félagslífs okkar, eins og til dæmis þegar fólk færi inn á kaffihús og hitti þar aðra fyrir tilviljun. Þetta kemur fram í tilkynningu en með Break geta þeir sem hafa tíma og áhuga samþykkt að eiga stund með öðrum og sýna gagnkvæman áhuga á að hittast eða spjalla. Að sögn Guðmundar eru slíkar tengingar skemmtilegar, oft óvæntar og krefjast lítillar fyrirhafnar. Greint var frá því fyrr á árinu að Fractal 5 hafi tryggt sér þriggja milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu, eða 384 milljónum króna, til að þróa hugbúnaðinn. Guðmundur hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Break snýst um að auðvelda notendum að ná til stærri hóps á einfaldari máta. Við viljum gera fólki kleift að skapa stundir, hvort sem það er spjall eða fara á kaffihús saman eða í bjór eftir vinnu og bjóða stórum hópi fólks sem getur þá tekið þátt eða leitt það hjá sér ef það hefur ekki tíma þá stundina,” segir Guðmundur í tilkynningu. Guðmundur ræddi um nýja samskiptamiðilinn í Bítinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýsköpun Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00
Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39