Guðmundur opinberaði glænýjan samskiptamiðil Eiður Þór Árnason skrifar 2. desember 2021 14:59 Fractal 5 hyggst auðvelda fólki að eiga óformlegri samskipti. Samsett Guðmundur Hafsteinsson, stofnandi og forstjóri Fractal 5, kynnti í dag fyrstu útgáfuna af samskiptamiðlinum Break á Slush, einni stærstu tækniráðstefnu í Evrópu. Break er ætlað að auðvelda notendum að halda sambandi við breiðari hóp fólks án mikillar fyrirhafnar og er nú aðgengilegt almenningi. Guðmundur útskýrði fyrir ráðstefnugestum á Slush að það vantaði tæknilausn sem auðveldaði fólki að halda góðu sambandi við breiðari hóp fólks sem hefði orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Það ætti við um gamla skólafélaga, samstarfsfólk, stórfjölskyldu eða vinafólk sem við værum til í að eiga í óformlegum samskiptum við þegar tækifæri sköpuðust, þó án þess að þurfa að hringja í viðkomandi, senda skilaboð eða skipuleggja fundi á ákveðnum tíma. Samskipti væru mikilvægur hluti félagslífs okkar, eins og til dæmis þegar fólk færi inn á kaffihús og hitti þar aðra fyrir tilviljun. Þetta kemur fram í tilkynningu en með Break geta þeir sem hafa tíma og áhuga samþykkt að eiga stund með öðrum og sýna gagnkvæman áhuga á að hittast eða spjalla. Að sögn Guðmundar eru slíkar tengingar skemmtilegar, oft óvæntar og krefjast lítillar fyrirhafnar. Greint var frá því fyrr á árinu að Fractal 5 hafi tryggt sér þriggja milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu, eða 384 milljónum króna, til að þróa hugbúnaðinn. Guðmundur hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Break snýst um að auðvelda notendum að ná til stærri hóps á einfaldari máta. Við viljum gera fólki kleift að skapa stundir, hvort sem það er spjall eða fara á kaffihús saman eða í bjór eftir vinnu og bjóða stórum hópi fólks sem getur þá tekið þátt eða leitt það hjá sér ef það hefur ekki tíma þá stundina,” segir Guðmundur í tilkynningu. Guðmundur ræddi um nýja samskiptamiðilinn í Bítinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Nýsköpun Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Break er ætlað að auðvelda notendum að halda sambandi við breiðari hóp fólks án mikillar fyrirhafnar og er nú aðgengilegt almenningi. Guðmundur útskýrði fyrir ráðstefnugestum á Slush að það vantaði tæknilausn sem auðveldaði fólki að halda góðu sambandi við breiðari hóp fólks sem hefði orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Það ætti við um gamla skólafélaga, samstarfsfólk, stórfjölskyldu eða vinafólk sem við værum til í að eiga í óformlegum samskiptum við þegar tækifæri sköpuðust, þó án þess að þurfa að hringja í viðkomandi, senda skilaboð eða skipuleggja fundi á ákveðnum tíma. Samskipti væru mikilvægur hluti félagslífs okkar, eins og til dæmis þegar fólk færi inn á kaffihús og hitti þar aðra fyrir tilviljun. Þetta kemur fram í tilkynningu en með Break geta þeir sem hafa tíma og áhuga samþykkt að eiga stund með öðrum og sýna gagnkvæman áhuga á að hittast eða spjalla. Að sögn Guðmundar eru slíkar tengingar skemmtilegar, oft óvæntar og krefjast lítillar fyrirhafnar. Greint var frá því fyrr á árinu að Fractal 5 hafi tryggt sér þriggja milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu, eða 384 milljónum króna, til að þróa hugbúnaðinn. Guðmundur hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Break snýst um að auðvelda notendum að ná til stærri hóps á einfaldari máta. Við viljum gera fólki kleift að skapa stundir, hvort sem það er spjall eða fara á kaffihús saman eða í bjór eftir vinnu og bjóða stórum hópi fólks sem getur þá tekið þátt eða leitt það hjá sér ef það hefur ekki tíma þá stundina,” segir Guðmundur í tilkynningu. Guðmundur ræddi um nýja samskiptamiðilinn í Bítinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýsköpun Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00
Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39