Haukur Helgi um fyrsta leikinn í kvöld: Þurfti bara að fara að byrja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 13:15 Haukur Helgi Pálsson í leikmannamyndatöku Njarðvíkur. Nú fær hann loksins að klæðast búningi Njarðvíkur í leik. S2 Sport Haukur Helgi Pálsson spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Vestra í Ljónagryfjunni. Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira