Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 3. desember 2021 22:45 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05