Fyrsti skíðadagurinn á Siglufirði í fallegu veðri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 14:36 Fallegt veður er á Siglufirði í dag, eins og víða annars staðar. Talsvert frost og heiðskírt. Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar í dag í fyrsta sinn í vetur. Forstöðumaður svæðisins segist hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun meðal bæjarbúa og dagurinn sé fullkominn til skíðamennsku. Mikið frost er víða á landinu í dag en það er í kring um þrjár, fjórar gráður á Siglufirði þessa stundina. Það er heiðskírt fyrir norðan og fallegt um að líta. Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins Skarðdals, segir mikinn létti að geta opnað í dag og vonast til þess að veturinn verði góður. „Það er yfirleitt á þessum tíma, 1. til 10. desember, sem við erum að opna. En þetta er mikið fyrr núna en í fyrra, við opnuðum ekki fyrr en um jólin í fyrra þannig að þetta lítur vel út,“ segir Egill. Egill vonast til að fólk nýti sér daginn og mæti í brekkuna.Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Svæðið opnar klukkan 12, og bara ein lyfta til að byrja með en vel gæti verið að önnur verði opnuð þegar líður á daginn. Egill segist gera ráð fyrir að fjöldi fólks muni sækja í brekkuna. „Það er mikill áhugi fyrir því að koma í fjallið í dag. Ég er búinn að finna fyrir því alla vikuna,“ segir Egill. „Þetta eru náttúrulega búnir að vera skrítnir tveir vetur út af Covid-inu og það eru allir orðnir þyrstir í að komast á skíði.“ Gerir ráð fyrir að geta haft opið á morgun líka Grímuskylda er í kring um afgreiðsluna og skíðaskálann og er fólk beðið um að tryggja að safnast ekki saman í stærri hópum en fimmtíu. Egill segir að í raun gildi bara sömu sóttvarnareglur á skíðasvæðinu og annars staðar. Veðurspáin bendir til að verra veður verði á morgun en í dag og er spáð suðaustan stormi eða hvassviðri. Egill segist þó gera ráð fyrir að geta haldið skíðasvæðinu opnu á morgun líka. „Suðaustanáttin hér á Siglufirði er bara fín. Þannig að ég er bjartsýnn á að verði opið bæði í dag og á morgun,“ segir Egill. „Aðstæður eru mjög góðar í troðnum brekkum. Það er ekki mikill snjór fyrir utan troðnu brekkurnar þannig að fólk verður bara að halda sig í troðnum brekkum og þá verður þetta flott í dag.“ Hann segist feginn því að starfsemi skíðasvæðisins sé komin aftur af stað. „Þetta er búin að vera rosaleg þrautaganga með skíðasvæðin undanfarna tvo vetur, alveg hrikalega erfitt. Við vonum bara að við fáum normal vetur, ég bið ekki um meira. Áttatíu til níutíu dagar opnir og þá erum við góð.“ Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Mikið frost er víða á landinu í dag en það er í kring um þrjár, fjórar gráður á Siglufirði þessa stundina. Það er heiðskírt fyrir norðan og fallegt um að líta. Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins Skarðdals, segir mikinn létti að geta opnað í dag og vonast til þess að veturinn verði góður. „Það er yfirleitt á þessum tíma, 1. til 10. desember, sem við erum að opna. En þetta er mikið fyrr núna en í fyrra, við opnuðum ekki fyrr en um jólin í fyrra þannig að þetta lítur vel út,“ segir Egill. Egill vonast til að fólk nýti sér daginn og mæti í brekkuna.Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Svæðið opnar klukkan 12, og bara ein lyfta til að byrja með en vel gæti verið að önnur verði opnuð þegar líður á daginn. Egill segist gera ráð fyrir að fjöldi fólks muni sækja í brekkuna. „Það er mikill áhugi fyrir því að koma í fjallið í dag. Ég er búinn að finna fyrir því alla vikuna,“ segir Egill. „Þetta eru náttúrulega búnir að vera skrítnir tveir vetur út af Covid-inu og það eru allir orðnir þyrstir í að komast á skíði.“ Gerir ráð fyrir að geta haft opið á morgun líka Grímuskylda er í kring um afgreiðsluna og skíðaskálann og er fólk beðið um að tryggja að safnast ekki saman í stærri hópum en fimmtíu. Egill segir að í raun gildi bara sömu sóttvarnareglur á skíðasvæðinu og annars staðar. Veðurspáin bendir til að verra veður verði á morgun en í dag og er spáð suðaustan stormi eða hvassviðri. Egill segist þó gera ráð fyrir að geta haldið skíðasvæðinu opnu á morgun líka. „Suðaustanáttin hér á Siglufirði er bara fín. Þannig að ég er bjartsýnn á að verði opið bæði í dag og á morgun,“ segir Egill. „Aðstæður eru mjög góðar í troðnum brekkum. Það er ekki mikill snjór fyrir utan troðnu brekkurnar þannig að fólk verður bara að halda sig í troðnum brekkum og þá verður þetta flott í dag.“ Hann segist feginn því að starfsemi skíðasvæðisins sé komin aftur af stað. „Þetta er búin að vera rosaleg þrautaganga með skíðasvæðin undanfarna tvo vetur, alveg hrikalega erfitt. Við vonum bara að við fáum normal vetur, ég bið ekki um meira. Áttatíu til níutíu dagar opnir og þá erum við góð.“
Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira