Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 22:22 Daníel Guðni var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir / Bára Dröfn „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“ UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“
UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti