Grindavík lagði Keflavík | Skallagrímur enn án stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 22:31 Robbi Ryan var frábær í liði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Öllum leikjum dagsins í Subway-deild kvenna er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjunum fór það svo að Grindavík lagði nágranna sína í Keflavík og Breiðablik sá til þess að Skallagrímur er enn án stiga. Eftir góðan fyrsta leikhluta hrökk allt í baklás hjá Keflavík á meðan Grindavík fann taktinn. Keflavík skoraði 27 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 25 í næstu tveimur leikhlutum. Á sama tíma skoraði Grindavík nánast að vild og fór það svo að heimakonur unnu 12 stiga sigur á grönnum sínum, lokatölur 84-72. Robbi Ryan fór gjörsamlega hamförum í liði Grindavíkur en hún skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þar á eftir kom Edyta Ewa Falenzcyk með 26 stig og 12 fráköst. Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði Keflavíkur með 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Grindavík í 6. sæti með 8 stig á meðan Keflavík er í 4. sæti með 12 stig. Í Smáranum mættust botnliðin tvö. Líkt og í Grindavík voru það gestirnir sem byrjuðu betur en eftir að leiða með fjórum stigum að loknum fyrsta hrökk allt í baklás og Breiðablik leiddi í hálfleik. Fór það svo að Blikar unnu nokkuð sannfærandi sigur, 81-74. Var þetta aðeins annar sigur Blika í deildinni á þessari leiktíð en Skallagrímur er enn án stiga. Michaela Lynn Kelly var með tvöfalda þrennu í liði Breiðabliks. Hún skoraði 20 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Anna Soffía Lárusdóttir kom þar á eftir með 18 stig. Hjá Sköllunum var Breana Destiny Bey stigahæst með 21 stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Breiðablik Skallagrímur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Eftir góðan fyrsta leikhluta hrökk allt í baklás hjá Keflavík á meðan Grindavík fann taktinn. Keflavík skoraði 27 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 25 í næstu tveimur leikhlutum. Á sama tíma skoraði Grindavík nánast að vild og fór það svo að heimakonur unnu 12 stiga sigur á grönnum sínum, lokatölur 84-72. Robbi Ryan fór gjörsamlega hamförum í liði Grindavíkur en hún skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þar á eftir kom Edyta Ewa Falenzcyk með 26 stig og 12 fráköst. Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði Keflavíkur með 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Grindavík í 6. sæti með 8 stig á meðan Keflavík er í 4. sæti með 12 stig. Í Smáranum mættust botnliðin tvö. Líkt og í Grindavík voru það gestirnir sem byrjuðu betur en eftir að leiða með fjórum stigum að loknum fyrsta hrökk allt í baklás og Breiðablik leiddi í hálfleik. Fór það svo að Blikar unnu nokkuð sannfærandi sigur, 81-74. Var þetta aðeins annar sigur Blika í deildinni á þessari leiktíð en Skallagrímur er enn án stiga. Michaela Lynn Kelly var með tvöfalda þrennu í liði Breiðabliks. Hún skoraði 20 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Anna Soffía Lárusdóttir kom þar á eftir með 18 stig. Hjá Sköllunum var Breana Destiny Bey stigahæst með 21 stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Breiðablik Skallagrímur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira