Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 14:45 Þungavigtin Guðmundur Þórarinsson er búinn að fá nóg af því að fá ekki traustið hjá þjálfara New York City þrátt fyrir að skila hvað eftir annað frábærri frammistöðu inn á vellinum. Guðmundur átti mikinn þátt í því að lið hans spilar til úrslita um titilinn. Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift. MLS Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift.
MLS Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira