Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 6. desember 2021 16:27 Kåre Willoch í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum árið 1983. Wikimedia Commons Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló. Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og flokkssystir Willoch, segir í tilkynningu að hugur flokksmanna sé hjá Anne-Marie konu hans, börnum, barnabörnum og öðrum nákomnum. Willoch var forsætisráðherra Noregs frá 1981 til 1986 og leiðtogi Hægriflokksins í ellefu ár þar á undan. Þá gegndi hann einnig embætti viðskiptaráðherra. Willoch er einn áhrifamesti stjórnmálamaður í sögu Noregs, var virkur í stjórnmálum í rúma sex áratugi, og koma á ýmsum málum sem breyttu norsku samfélagi. Hann var hagfræðingur að mennt og starfaði innan skipaiðnaðarins áður en hann tók sæti í borgarstjórn Oslóar árið 1952. Hann tók svo sæti á norska þinginu fyrir Hægriflokkinn árið 1958 og átti eftir að eiga þar sæti fram til ársins 1989. Hann tók fyrst við ráðherraembætti í samsteypustjórn Johns Lyng árið 1963. Kåre Willoch og Gro Harlem Brundtland áttu lengi í baráttu um norska kjósendur á áttunda og níunda áratugnum.Getty Árið 1981 vann Høyre mikinn sigur í þingkosningunum og tók Willoch þá við embætti forsætisráðherra af Gro Harlem Brundtland og fór fyrir fyrstu hreinu hægristjórn landsins frá árinu 1928. Í forsætisráðherratíð Willochs braut hann upp ríkiseinokunina á fjölmiðlamarkaði, losaði um reglur á húsnæðismarkaði og opnunartími verslana varð frjálsari. Brundtland og Verkamannaflokkurinn höfðu þó betur gegn Willoch og Høyre i kosningunum 1986 og tók því Brundland aftur við forsætisráðherraembættinu. Eftir að Willoch lét af þingmennsku tók han við stöðu fylkismanns í Osló og Akershus og gegndi því til ársins 1998. Willoch lætur eftir sig eiginkonuna Anne Marie og dótturina Cecilie. Jonas Gahr Störe, núverandi forsætisráðherra Noregs minnist Willoch á samfélagsmiðlum og segir hann hafa verið atkvæðamikinn og snjallan stjórnmálamann. Noregur Andlát Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og flokkssystir Willoch, segir í tilkynningu að hugur flokksmanna sé hjá Anne-Marie konu hans, börnum, barnabörnum og öðrum nákomnum. Willoch var forsætisráðherra Noregs frá 1981 til 1986 og leiðtogi Hægriflokksins í ellefu ár þar á undan. Þá gegndi hann einnig embætti viðskiptaráðherra. Willoch er einn áhrifamesti stjórnmálamaður í sögu Noregs, var virkur í stjórnmálum í rúma sex áratugi, og koma á ýmsum málum sem breyttu norsku samfélagi. Hann var hagfræðingur að mennt og starfaði innan skipaiðnaðarins áður en hann tók sæti í borgarstjórn Oslóar árið 1952. Hann tók svo sæti á norska þinginu fyrir Hægriflokkinn árið 1958 og átti eftir að eiga þar sæti fram til ársins 1989. Hann tók fyrst við ráðherraembætti í samsteypustjórn Johns Lyng árið 1963. Kåre Willoch og Gro Harlem Brundtland áttu lengi í baráttu um norska kjósendur á áttunda og níunda áratugnum.Getty Árið 1981 vann Høyre mikinn sigur í þingkosningunum og tók Willoch þá við embætti forsætisráðherra af Gro Harlem Brundtland og fór fyrir fyrstu hreinu hægristjórn landsins frá árinu 1928. Í forsætisráðherratíð Willochs braut hann upp ríkiseinokunina á fjölmiðlamarkaði, losaði um reglur á húsnæðismarkaði og opnunartími verslana varð frjálsari. Brundtland og Verkamannaflokkurinn höfðu þó betur gegn Willoch og Høyre i kosningunum 1986 og tók því Brundland aftur við forsætisráðherraembættinu. Eftir að Willoch lét af þingmennsku tók han við stöðu fylkismanns í Osló og Akershus og gegndi því til ársins 1998. Willoch lætur eftir sig eiginkonuna Anne Marie og dótturina Cecilie. Jonas Gahr Störe, núverandi forsætisráðherra Noregs minnist Willoch á samfélagsmiðlum og segir hann hafa verið atkvæðamikinn og snjallan stjórnmálamann.
Noregur Andlát Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira