„Við skulum bara láta verkin tala“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2021 18:15 Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu á dögunum. Vísir/Vilhelm Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra þykir umræða í tengslum við undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsætisráðherra að víkja Jóni úr embætti vera ómálaefnanleg og ekki svaraverð. Hann segist ætla að láta verkin tala. Greint var frá því dag að hópur sem berst gegn ofbeldismenningu hafi hafið undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra víki Jóni Gunnarssyni úr starfi sem ráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telur ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með Jón í brúnni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.700 manns skrifað undir listann. Jón var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskriftarsöfnunni. „Ég segi bara eitt um þessi mál almennt. Það er gríðarlega mikilvægt að við öll tökumst á við þennan vágest í íslensku samfélagi, sem kynferðisafbrotamál eru. Ég mun ekki draga af mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón. Segist hann ætla að láta verkin tala og þolendur ofbeldis þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að málefnum þeirra verði sópað undir teppið. „Mér finnst þessi umræða hafa verið ómálefnanlegt og mér finnst hún ekki svaraverð. Ég ætla ekki að elta ólar við hana. Við skulum bara láta verkin tala, það er það sem við ætlum að gera hér. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að fara að sópa einhverjum slíkum málaflokkum undir teppið. Það er ekki í kortunum,“ sagði Jón. Fyrr í þættinum greindi hann frá því að hann hafi í morgun átt fund með ríkislögreglustjóra og starfsmönnum þar sem þessi mál voru rædd. Benti Jón á að aðeins væri talið að um tuttugu prósent af kynferðisbrotum væru tilkynnt til lögreglunnar. „Það þarf auðvitað að auka traust þeirra sem standa frammi fyrir slíkum málum, brotaþolum og annarra, einfalda kannski leiðir þeirra til að tilkynna þetta inn,“ sagði Jón sem reiknar með að tilkynningum um brot muni fara fjölgandi. „Með auknu viðbragði og auknu trausti á því kerfi sem tekur við þessum málum gerum við ráð fyrir að það muni fjölga mjög brotum sem verða tilkynnt inn til lögreglunnar. Þá þarf auðvitað að fylgja því eftir með fjármagni svo hún geti brugðist og málsmeðferðartíminn verði ekki alltof langur. Það hefur verið gagnrýnt og það er réttmæt gagnrýni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Greint var frá því dag að hópur sem berst gegn ofbeldismenningu hafi hafið undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra víki Jóni Gunnarssyni úr starfi sem ráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telur ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með Jón í brúnni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.700 manns skrifað undir listann. Jón var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskriftarsöfnunni. „Ég segi bara eitt um þessi mál almennt. Það er gríðarlega mikilvægt að við öll tökumst á við þennan vágest í íslensku samfélagi, sem kynferðisafbrotamál eru. Ég mun ekki draga af mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón. Segist hann ætla að láta verkin tala og þolendur ofbeldis þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að málefnum þeirra verði sópað undir teppið. „Mér finnst þessi umræða hafa verið ómálefnanlegt og mér finnst hún ekki svaraverð. Ég ætla ekki að elta ólar við hana. Við skulum bara láta verkin tala, það er það sem við ætlum að gera hér. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að fara að sópa einhverjum slíkum málaflokkum undir teppið. Það er ekki í kortunum,“ sagði Jón. Fyrr í þættinum greindi hann frá því að hann hafi í morgun átt fund með ríkislögreglustjóra og starfsmönnum þar sem þessi mál voru rædd. Benti Jón á að aðeins væri talið að um tuttugu prósent af kynferðisbrotum væru tilkynnt til lögreglunnar. „Það þarf auðvitað að auka traust þeirra sem standa frammi fyrir slíkum málum, brotaþolum og annarra, einfalda kannski leiðir þeirra til að tilkynna þetta inn,“ sagði Jón sem reiknar með að tilkynningum um brot muni fara fjölgandi. „Með auknu viðbragði og auknu trausti á því kerfi sem tekur við þessum málum gerum við ráð fyrir að það muni fjölga mjög brotum sem verða tilkynnt inn til lögreglunnar. Þá þarf auðvitað að fylgja því eftir með fjármagni svo hún geti brugðist og málsmeðferðartíminn verði ekki alltof langur. Það hefur verið gagnrýnt og það er réttmæt gagnrýni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53