Icelandair á enn langt í land Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 19:04 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Vísir/vilhelm Icelandair flutti um 170 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember. Áfram sést mikil aukning milli ára en um 13 þúsund flugu með flugfélaginu á sama tímabili í fyrra. Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira