Takk kæra þjóð Einar Hermannsson skrifar 7. desember 2021 10:30 Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn. Með ykkar framlagi getum við tryggt heilsársopnun árið 2022 á göngudeildum okkar og eftirmeðferðastöð á Vík. Sjálfsaflarfé sem SÁÁ safnar á hverju ári skilar sér beint í meðferðarstarfið og gerir okkur kleift að bjóða uppá meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir. Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sagði í viðtali við upphaf jólaálfasölunnar að slíkt framtak væri mikilvægt og að almennt gengi vel að afla sjálfsaflarfé hjá SÁÁ svo og öðrum almennaheilasamtökum. Það eru orð að sönnu en breytir ekki þeirri staðreynd að árlega greiðir SÁÁ að stærstum hluta þær 300 milljónir króna sem nauðsynlegar eru fyrir 600 innlagnir á Vog og viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn.Hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá nýrri fjárlaganefnd að tryggja það fé til reksturs SÁÁ enda næg önnur verkefni sem samtökin greiða fyrir með sjálfsaflarfé að fullu eða að hluta til. Má þar m.a. nefna sálfræðiþjónustu barna, meðferð við spilafíkn, eftirmeðferðastöðina á Vík, sem er skilgreind sem dagdeild hjá Sjúkratryggingum Íslands en er í raun 28 daga innlagnarmeðferð, fjarþónusta sem er mjög mikilvæg þeim sem búa úti á landi, og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem er eina menntunin innan heilbrigðisgeirans sem ríkið greiðir ekki fyrir. Ég hef þá trú að með sameiginlegu átaki þjóðar,alþingis og fagfólks getum við því gert miklu betur. Munum að sjúkdómurinn hefur ekki bara áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig fjölskyldu hans, vinnu og heilbrigðis- félagskerfið. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Jólaálfakveðja, Einar Hermannsson Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn. Með ykkar framlagi getum við tryggt heilsársopnun árið 2022 á göngudeildum okkar og eftirmeðferðastöð á Vík. Sjálfsaflarfé sem SÁÁ safnar á hverju ári skilar sér beint í meðferðarstarfið og gerir okkur kleift að bjóða uppá meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir. Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sagði í viðtali við upphaf jólaálfasölunnar að slíkt framtak væri mikilvægt og að almennt gengi vel að afla sjálfsaflarfé hjá SÁÁ svo og öðrum almennaheilasamtökum. Það eru orð að sönnu en breytir ekki þeirri staðreynd að árlega greiðir SÁÁ að stærstum hluta þær 300 milljónir króna sem nauðsynlegar eru fyrir 600 innlagnir á Vog og viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn.Hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá nýrri fjárlaganefnd að tryggja það fé til reksturs SÁÁ enda næg önnur verkefni sem samtökin greiða fyrir með sjálfsaflarfé að fullu eða að hluta til. Má þar m.a. nefna sálfræðiþjónustu barna, meðferð við spilafíkn, eftirmeðferðastöðina á Vík, sem er skilgreind sem dagdeild hjá Sjúkratryggingum Íslands en er í raun 28 daga innlagnarmeðferð, fjarþónusta sem er mjög mikilvæg þeim sem búa úti á landi, og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem er eina menntunin innan heilbrigðisgeirans sem ríkið greiðir ekki fyrir. Ég hef þá trú að með sameiginlegu átaki þjóðar,alþingis og fagfólks getum við því gert miklu betur. Munum að sjúkdómurinn hefur ekki bara áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig fjölskyldu hans, vinnu og heilbrigðis- félagskerfið. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Jólaálfakveðja, Einar Hermannsson Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar