Ásmundur eftir 0-3 tap Breiðabliks gegn Real Madríd: Verður jólagjöfin okkar í ár Sverrir Mar Smárason skrifar 8. desember 2021 23:30 Ásmundur var ekki sáttur með að fá á sig mark eftir hornspyrnu og úr ódýrri vítaspyrnu í kvöld. Vyacheslav Madiyevskyy/Getty Images Breiðablik tapaði 0-3 gegn Real Madrid í snjóþungum leik á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, segir úrslitin vera svekkjandi. „Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira