Foreldrar og kennarar eru saman í liði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 9. desember 2021 21:02 Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun