Patrekur Jóhannesson: „Hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. desember 2021 22:08 Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með stigið í leikslok Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur með að ná stigi þegar liðið gerði jafntefli á móti Aftureldingu 26-26. Stjarnan var undir bróðurpart leiksins og þurftu þeir að vinna upp tíu marka forskot, sem að lokum gekk. „Ég er mjög sáttur miðað við hvernig staðan var orðin og í hálfleik erum við átta mörkum undir. Við vorum bara ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Við fórum ekki af krafti í neitt, síðan erum við tíu mörkum undir í seinni hálfleik, 22-12.“ Stjörnumenn rönkuðu heldur betur við sér í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Spennandi lokamínútur þar sem Stjarnan jafnar leikinn og náðu þeir því einu stigi í hús. „Við þéttum vörnina, fáum fleiri fríköst og förum líka aðeins aftar. Ég veit ekki um markvörsluna en eins og ég segi þá var þetta ótrúlega sætt og hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik. Við komum til baka og leikurinn er í 60 mínútur.“ Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleik sagði Patrekur að þeir hafi farið yfir hlutina sem þurfti að laga á rólegum nótum, sem gekk líka svona ljómandi vel. „Við vorum í þetta skiptið mjög rólegir og fórum yfir það að við þyrftum áfram að taka þessi færi. Við vorum að klikka töluvert af opnum færum. Svo voru Björgvin og Hafþór ekki að koma á ferðinni. Í seinni hálfleik náum við því betur og við erum að skjóta betur, taktíkin var betri. Við ræddum þetta á rólegu nótunum, við undirbjuggum þetta mjög vel. Það er ekki oft sem við erum með tvo vídeofundi dag eftir dag en við gerðum það núna. Við vorum kannski of aggresífir til að byrja með og það voru kannski mistök hjá mér. Við þéttum þetta og Sigurður í markinu ver líka réttu boltana, eins og ég segi þá verður áhugavert að kíkja á þetta.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að spila í 60 mínútur. Ef við spilum þessa ákefð og allir að vinna saman varnarlega. Ég vil ekki bara sjá það í tíu mínutur, korter, ég vil sjá það frá fyrstu mínútu. Síðan sóknarlega, það þýðir ekki að fara horfa á markið þegar þú ert tíu mörkum undir, þú þarft að gera það frá fyrstu mínútu. Ég skildi það ekki og ég var óánægður með það hjá okkur.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Ég er mjög sáttur miðað við hvernig staðan var orðin og í hálfleik erum við átta mörkum undir. Við vorum bara ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Við fórum ekki af krafti í neitt, síðan erum við tíu mörkum undir í seinni hálfleik, 22-12.“ Stjörnumenn rönkuðu heldur betur við sér í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Spennandi lokamínútur þar sem Stjarnan jafnar leikinn og náðu þeir því einu stigi í hús. „Við þéttum vörnina, fáum fleiri fríköst og förum líka aðeins aftar. Ég veit ekki um markvörsluna en eins og ég segi þá var þetta ótrúlega sætt og hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik. Við komum til baka og leikurinn er í 60 mínútur.“ Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleik sagði Patrekur að þeir hafi farið yfir hlutina sem þurfti að laga á rólegum nótum, sem gekk líka svona ljómandi vel. „Við vorum í þetta skiptið mjög rólegir og fórum yfir það að við þyrftum áfram að taka þessi færi. Við vorum að klikka töluvert af opnum færum. Svo voru Björgvin og Hafþór ekki að koma á ferðinni. Í seinni hálfleik náum við því betur og við erum að skjóta betur, taktíkin var betri. Við ræddum þetta á rólegu nótunum, við undirbjuggum þetta mjög vel. Það er ekki oft sem við erum með tvo vídeofundi dag eftir dag en við gerðum það núna. Við vorum kannski of aggresífir til að byrja með og það voru kannski mistök hjá mér. Við þéttum þetta og Sigurður í markinu ver líka réttu boltana, eins og ég segi þá verður áhugavert að kíkja á þetta.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að spila í 60 mínútur. Ef við spilum þessa ákefð og allir að vinna saman varnarlega. Ég vil ekki bara sjá það í tíu mínutur, korter, ég vil sjá það frá fyrstu mínútu. Síðan sóknarlega, það þýðir ekki að fara horfa á markið þegar þú ert tíu mörkum undir, þú þarft að gera það frá fyrstu mínútu. Ég skildi það ekki og ég var óánægður með það hjá okkur.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16