Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Gunnar Guðni Tómasson skrifar 11. desember 2021 12:01 Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. Staðreyndirnar eru þessar Landsvirkjun vinnur og selur yfir 70% af raforku á Íslandi og rekur stærsta vinnslukerfi landsins með aflstöðvum og tilheyrandi miðlunarlónum fyrir vatnsaflsstöðvar, sem forstjóri OR virðist hafa miklar skoðanir á hvernig hægt sé að reka. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er nú um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Til samanburðar er heildar uppsett afl raforku á landinu um 3000 MW. Frá árinu 2014 hefur Landsvirkjun gangsett þrjár nýjar aflstöðvar með uppsett afl 285 MW og jafnframt aukið vinnslugetu í kerfi sínu með ýmsum aðgerðum. Sveigjanleiki í raforkusamningum Staðreyndin er sú að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar er full selt um þessar mundir. Viðskiptavinir hafa hins vegar ákveðinn sveigjanleika, mismikinn eftir samningum, til að fullnýta ekki samningana þegar illa árar hjá þeim, líkt og til dæmis gerðist árið 2020 og fyrstu mánuði þessa árs. Á móti hefur Landsvirkjun sveigjanleika til skerðinga þegar illa árar í vatnsbúskapnum. Orku, sem er þegar samningsbundin viðskiptavinum, er ekki hægt að nýta í orkuskipti framtíðarinnar. Ítrekuð vinnslumet slegin Frá síðari hluta ársins 2020 hefur eftirspurn eftir vörum viðskiptavina okkar aukist og afurðaverð þeirra hækkað, sem er jákvætt fyrir Landsvirkjun, viðskiptavini fyrirtækisins og allt þjóðarbúið. Mikil eftirspurn er því eftir raforku í landinu og hefur hún vaxið mjög hratt undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslumet hafa ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar, nú síðast föstudaginn 3. desember þegar vinnsla fyrirtækisins fór í fyrsta skipti yfir 1900 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það í raun alveg upp urið. Engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar Með þessari miklu eftirspurn eftir raforku er vinnslukerfi Landsvirkjunar fullselt og í raun er veruleg umframeftirspurn eftir raforku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta. Þetta á við jafnvel þótt vatnsbúskapur væri eins og í meðalári og vinnslugeta Landsvirkjunar væri óskert. Við núverandi aðstæður er því engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar. Þröng staða í vatnsbúskapnum Við þetta bætist að staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er þröng um þessar mundir vegna lítils innrennslis til miðlunarlóna. Vinnslugetan er því að nokkru leyti skert frá því sem hún væri í meðalári og er það ástæða þess að fyrirtækið hefur þurft að grípa til takmarkana á afhendingu orku til tiltekinna viðskiptavina á undanförnum dögum. Hvar er laus orka? Við hjá Landsvirkjun getum ekki tjáð okkur um orkuvinnslu annarra fyrirtækja á raforkumarkaði á Íslandi. En ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun. Mikilvægt er að vanda alla umræðu sem snýr að orkuöryggi þjóðarinnar og hvernig sé hægt að tryggja nauðsynleg orkuskipti framtíðarinnar og jafnframt að byggja þá umræðu á staðreyndum. Höfundur er framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. Staðreyndirnar eru þessar Landsvirkjun vinnur og selur yfir 70% af raforku á Íslandi og rekur stærsta vinnslukerfi landsins með aflstöðvum og tilheyrandi miðlunarlónum fyrir vatnsaflsstöðvar, sem forstjóri OR virðist hafa miklar skoðanir á hvernig hægt sé að reka. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er nú um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Til samanburðar er heildar uppsett afl raforku á landinu um 3000 MW. Frá árinu 2014 hefur Landsvirkjun gangsett þrjár nýjar aflstöðvar með uppsett afl 285 MW og jafnframt aukið vinnslugetu í kerfi sínu með ýmsum aðgerðum. Sveigjanleiki í raforkusamningum Staðreyndin er sú að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar er full selt um þessar mundir. Viðskiptavinir hafa hins vegar ákveðinn sveigjanleika, mismikinn eftir samningum, til að fullnýta ekki samningana þegar illa árar hjá þeim, líkt og til dæmis gerðist árið 2020 og fyrstu mánuði þessa árs. Á móti hefur Landsvirkjun sveigjanleika til skerðinga þegar illa árar í vatnsbúskapnum. Orku, sem er þegar samningsbundin viðskiptavinum, er ekki hægt að nýta í orkuskipti framtíðarinnar. Ítrekuð vinnslumet slegin Frá síðari hluta ársins 2020 hefur eftirspurn eftir vörum viðskiptavina okkar aukist og afurðaverð þeirra hækkað, sem er jákvætt fyrir Landsvirkjun, viðskiptavini fyrirtækisins og allt þjóðarbúið. Mikil eftirspurn er því eftir raforku í landinu og hefur hún vaxið mjög hratt undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslumet hafa ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar, nú síðast föstudaginn 3. desember þegar vinnsla fyrirtækisins fór í fyrsta skipti yfir 1900 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það í raun alveg upp urið. Engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar Með þessari miklu eftirspurn eftir raforku er vinnslukerfi Landsvirkjunar fullselt og í raun er veruleg umframeftirspurn eftir raforku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta. Þetta á við jafnvel þótt vatnsbúskapur væri eins og í meðalári og vinnslugeta Landsvirkjunar væri óskert. Við núverandi aðstæður er því engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar. Þröng staða í vatnsbúskapnum Við þetta bætist að staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er þröng um þessar mundir vegna lítils innrennslis til miðlunarlóna. Vinnslugetan er því að nokkru leyti skert frá því sem hún væri í meðalári og er það ástæða þess að fyrirtækið hefur þurft að grípa til takmarkana á afhendingu orku til tiltekinna viðskiptavina á undanförnum dögum. Hvar er laus orka? Við hjá Landsvirkjun getum ekki tjáð okkur um orkuvinnslu annarra fyrirtækja á raforkumarkaði á Íslandi. En ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun. Mikilvægt er að vanda alla umræðu sem snýr að orkuöryggi þjóðarinnar og hvernig sé hægt að tryggja nauðsynleg orkuskipti framtíðarinnar og jafnframt að byggja þá umræðu á staðreyndum. Höfundur er framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun