Árlegar skattahækkanir Starri Reynisson skrifar 12. desember 2021 16:00 Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Áfengi og tóbak Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun