Elexír við virkjanaáráttu? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. desember 2021 19:30 Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01 Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00 Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01
Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun