Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni Árni Jóhannsson skrifar 12. desember 2021 22:02 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist vilja fá lið úr 1. deildinni í unandúrslitum ef það verður í boði. Vísir/Bára Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann. „Við gerðum í raun og veru ekki neitt í hálfleik en við bara náðum tíu stiga forskoti og náðum að klára leikinn. Við vildum helst að menn spiluðu góða pick&roll vörn og góðan varnarleik bara. Ivan er góðu leikmaður og við vildum gera þetta erfitt fyrir“ Stjörnumenn eru ekki í nægilega góðum málum í deildinni en þeir sitja í níunda sæti eins og er og var Arnar spurður að því hvort að bikarkeppnin væri þá mikilvægari þegar illa gengi í deildinni. „Það eru tveir stórir bikarar í boði í körfubolta og ég held að öllum liðum sem eru að keppa langi að vinna þá báða. Við erum í brekku í deildinni og það hefur gengið illa en vonandi getum við nýtt meðbyrinn og frammistöðuna í dag í þá brekku. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki í deildinni. Við erum að fara vestur og spilum síðan við Breiðablik milli jóla og nýárs. Þetta eru liðin sem eru hliðin á okkur í töflunni og við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni og að við þurfum að berjast um það að sogast ekki niður í fallbaráttuna. Það er staðan í dag. Þessir tveir leikir eru gríðarlega mikilvægir í því.“ Að lokum var spurt hvort það væri einhver draumamótherji í undanúrslitum en eftir smá umhugsun og pælingu um hvað væru mörg lið eftir í keppninni þá sagði Arnar: „Ef það er eitthvað fyrstu deildar lið eftir þá viljum við það.“ Íslenski körfuboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 85-76 | Stjarnan á leið í undanúrslit Stjörnumenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta með góðum níu stiga sigri gegn Grindvíkingum, 85-76. 12. desember 2021 21:22 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
„Við gerðum í raun og veru ekki neitt í hálfleik en við bara náðum tíu stiga forskoti og náðum að klára leikinn. Við vildum helst að menn spiluðu góða pick&roll vörn og góðan varnarleik bara. Ivan er góðu leikmaður og við vildum gera þetta erfitt fyrir“ Stjörnumenn eru ekki í nægilega góðum málum í deildinni en þeir sitja í níunda sæti eins og er og var Arnar spurður að því hvort að bikarkeppnin væri þá mikilvægari þegar illa gengi í deildinni. „Það eru tveir stórir bikarar í boði í körfubolta og ég held að öllum liðum sem eru að keppa langi að vinna þá báða. Við erum í brekku í deildinni og það hefur gengið illa en vonandi getum við nýtt meðbyrinn og frammistöðuna í dag í þá brekku. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki í deildinni. Við erum að fara vestur og spilum síðan við Breiðablik milli jóla og nýárs. Þetta eru liðin sem eru hliðin á okkur í töflunni og við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni og að við þurfum að berjast um það að sogast ekki niður í fallbaráttuna. Það er staðan í dag. Þessir tveir leikir eru gríðarlega mikilvægir í því.“ Að lokum var spurt hvort það væri einhver draumamótherji í undanúrslitum en eftir smá umhugsun og pælingu um hvað væru mörg lið eftir í keppninni þá sagði Arnar: „Ef það er eitthvað fyrstu deildar lið eftir þá viljum við það.“
Íslenski körfuboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 85-76 | Stjarnan á leið í undanúrslit Stjörnumenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta með góðum níu stiga sigri gegn Grindvíkingum, 85-76. 12. desember 2021 21:22 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 85-76 | Stjarnan á leið í undanúrslit Stjörnumenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta með góðum níu stiga sigri gegn Grindvíkingum, 85-76. 12. desember 2021 21:22
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum