Kimmich enn að jafna sig og sér eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 08:31 Joshua Kimmich í sókn gegn Íslandi en Brynjar Ingi Bjarnason til varnar, í leik í undankeppni HM á Laugardalsvelli í haust. Getty/Alex Grimm Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich hefur ekki getað æft fótbolta af fullum krafti vegna minni háttar lungnavandamála og viðurkennir að hann sjái eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19. Kimmich, sem er 26 ára, smitaðist af kórónuveirunni í síðasta mánuði og þessi frábæri miðjumaður Bayern München mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki verið búinn að láta bólusetja sig: „Það var erfitt fyrir mig að eiga við ótta minn og áhyggjur, þess vegna var ég svona lengi að ákveða mig,“ sagði Kimmich sem hefur nú ákveðið að fá bólusetningu. Kimmich segir að sér líði ágætlega núna en að hann geti þó ekki enn æft eins og hann kjósi, vegna „minni háttar vökvasöfnunar“ í lungum. Bettina Stark-Watzinger, mennta- og vísindaráðherra Þýskalands, fagnaði ákvörðun Kimmich um að fá bólusetningu: „Sem atvinnumaður og landsliðsmaður þá er hann fyrirmynd fyrir marga. Frekari bólusetningar eru leiðin út úr faraldrinum,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Es ist eine gute Entscheidung, dass sich Joshua #Kimmich nun gegen Corona impfen lassen will. Als Fußballprofi und Nationalspieler ist er für viel Menschen Vorbild. Mehr Impfungen sind der Weg aus der Pandemie. #impfen #Corona— Bettina Stark-Watzinger (@starkwatzinger) December 12, 2021 Kimmich fór fyrst í einangrun snemma í nóvember eftir að hafa umgengist smitaðan einstakling. Í kjölfarið greindist hann með smit og hefur því misst af síðustu leikjum Bayern. Bayern á eftir leiki við Mainz, Stuttgart og Wolfsburg áður en við tekur vetrarfrí í Þýskalandi. „Ég þarf að vera þolinmóður aðeins lengur. Ég horfi á síðustu þrjá leikina úr sófanum og síðan sækjum við fram saman í janúar,“ sagði Kimmich í færslu á Instagram í síðustu viku. Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Kimmich, sem er 26 ára, smitaðist af kórónuveirunni í síðasta mánuði og þessi frábæri miðjumaður Bayern München mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki verið búinn að láta bólusetja sig: „Það var erfitt fyrir mig að eiga við ótta minn og áhyggjur, þess vegna var ég svona lengi að ákveða mig,“ sagði Kimmich sem hefur nú ákveðið að fá bólusetningu. Kimmich segir að sér líði ágætlega núna en að hann geti þó ekki enn æft eins og hann kjósi, vegna „minni háttar vökvasöfnunar“ í lungum. Bettina Stark-Watzinger, mennta- og vísindaráðherra Þýskalands, fagnaði ákvörðun Kimmich um að fá bólusetningu: „Sem atvinnumaður og landsliðsmaður þá er hann fyrirmynd fyrir marga. Frekari bólusetningar eru leiðin út úr faraldrinum,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Es ist eine gute Entscheidung, dass sich Joshua #Kimmich nun gegen Corona impfen lassen will. Als Fußballprofi und Nationalspieler ist er für viel Menschen Vorbild. Mehr Impfungen sind der Weg aus der Pandemie. #impfen #Corona— Bettina Stark-Watzinger (@starkwatzinger) December 12, 2021 Kimmich fór fyrst í einangrun snemma í nóvember eftir að hafa umgengist smitaðan einstakling. Í kjölfarið greindist hann með smit og hefur því misst af síðustu leikjum Bayern. Bayern á eftir leiki við Mainz, Stuttgart og Wolfsburg áður en við tekur vetrarfrí í Þýskalandi. „Ég þarf að vera þolinmóður aðeins lengur. Ég horfi á síðustu þrjá leikina úr sófanum og síðan sækjum við fram saman í janúar,“ sagði Kimmich í færslu á Instagram í síðustu viku.
Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira