Kimmich enn að jafna sig og sér eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 08:31 Joshua Kimmich í sókn gegn Íslandi en Brynjar Ingi Bjarnason til varnar, í leik í undankeppni HM á Laugardalsvelli í haust. Getty/Alex Grimm Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich hefur ekki getað æft fótbolta af fullum krafti vegna minni háttar lungnavandamála og viðurkennir að hann sjái eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19. Kimmich, sem er 26 ára, smitaðist af kórónuveirunni í síðasta mánuði og þessi frábæri miðjumaður Bayern München mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki verið búinn að láta bólusetja sig: „Það var erfitt fyrir mig að eiga við ótta minn og áhyggjur, þess vegna var ég svona lengi að ákveða mig,“ sagði Kimmich sem hefur nú ákveðið að fá bólusetningu. Kimmich segir að sér líði ágætlega núna en að hann geti þó ekki enn æft eins og hann kjósi, vegna „minni háttar vökvasöfnunar“ í lungum. Bettina Stark-Watzinger, mennta- og vísindaráðherra Þýskalands, fagnaði ákvörðun Kimmich um að fá bólusetningu: „Sem atvinnumaður og landsliðsmaður þá er hann fyrirmynd fyrir marga. Frekari bólusetningar eru leiðin út úr faraldrinum,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Es ist eine gute Entscheidung, dass sich Joshua #Kimmich nun gegen Corona impfen lassen will. Als Fußballprofi und Nationalspieler ist er für viel Menschen Vorbild. Mehr Impfungen sind der Weg aus der Pandemie. #impfen #Corona— Bettina Stark-Watzinger (@starkwatzinger) December 12, 2021 Kimmich fór fyrst í einangrun snemma í nóvember eftir að hafa umgengist smitaðan einstakling. Í kjölfarið greindist hann með smit og hefur því misst af síðustu leikjum Bayern. Bayern á eftir leiki við Mainz, Stuttgart og Wolfsburg áður en við tekur vetrarfrí í Þýskalandi. „Ég þarf að vera þolinmóður aðeins lengur. Ég horfi á síðustu þrjá leikina úr sófanum og síðan sækjum við fram saman í janúar,“ sagði Kimmich í færslu á Instagram í síðustu viku. Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Kimmich, sem er 26 ára, smitaðist af kórónuveirunni í síðasta mánuði og þessi frábæri miðjumaður Bayern München mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki verið búinn að láta bólusetja sig: „Það var erfitt fyrir mig að eiga við ótta minn og áhyggjur, þess vegna var ég svona lengi að ákveða mig,“ sagði Kimmich sem hefur nú ákveðið að fá bólusetningu. Kimmich segir að sér líði ágætlega núna en að hann geti þó ekki enn æft eins og hann kjósi, vegna „minni háttar vökvasöfnunar“ í lungum. Bettina Stark-Watzinger, mennta- og vísindaráðherra Þýskalands, fagnaði ákvörðun Kimmich um að fá bólusetningu: „Sem atvinnumaður og landsliðsmaður þá er hann fyrirmynd fyrir marga. Frekari bólusetningar eru leiðin út úr faraldrinum,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Es ist eine gute Entscheidung, dass sich Joshua #Kimmich nun gegen Corona impfen lassen will. Als Fußballprofi und Nationalspieler ist er für viel Menschen Vorbild. Mehr Impfungen sind der Weg aus der Pandemie. #impfen #Corona— Bettina Stark-Watzinger (@starkwatzinger) December 12, 2021 Kimmich fór fyrst í einangrun snemma í nóvember eftir að hafa umgengist smitaðan einstakling. Í kjölfarið greindist hann með smit og hefur því misst af síðustu leikjum Bayern. Bayern á eftir leiki við Mainz, Stuttgart og Wolfsburg áður en við tekur vetrarfrí í Þýskalandi. „Ég þarf að vera þolinmóður aðeins lengur. Ég horfi á síðustu þrjá leikina úr sófanum og síðan sækjum við fram saman í janúar,“ sagði Kimmich í færslu á Instagram í síðustu viku.
Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira