Mosfellsbær – Meistaravellir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 13. desember 2021 15:00 Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Það snýst um uppbyggingu vega, stíga og að bæta strætókerfið með svokallaðri Borgarlínu. Þetta er mikilvægur áfangi og ekki síst fyrir sveitarfélag eins og Mosfellsbæ sem er á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Ég er ekki sérfræðingur í samgöngum heldur íbúi og bæjarfulltrúi í sveitarfélagi sem treystir á gott flæði umferðar og öruggar almenningssamgöngur Þess vegna greiddi ég atkvæði með þessu samkomulagi í bæjarstjórn, það felur í sér mikilvægt átak framkvæmdum við stofnvegi fyrir einkabílinn og tímamóta breytingar í almenningssamgöngum. Ég ætla ekki að selja neinum ágæti Borgarlínunnar heldur að segja frá mikilvægi góðra samgangna fyrir okkur Mosfellinga líkt og alla aðra. En fyrst stutt saga. Á puttanum Árið er 1980 og mikil fjölgun íbúa hefur átt sér stað í Mosfellssveit. Við vinkonurnar erum komnar á unglingsaldur og veröldin að stækka. Til að komast í höfuðborgina og skoða fermingarkjóla þurfti að treysta á góðvild bíleiganda eða „taka rútuna í bæinn“ eins og það hét. Rútuna tókum við en ferðir ekki tíðar. Í þá daga var ekkert sjálfsagðara en að „fara á puttanum„ til og frá höfuðborginni. Þá var gengið upp á Vesturlandsveg með viðkomu í Svanssjoppu og tekinn sprettur upp á veg ef bíll var að nálgast. Á heimleið var strætó tekinn frá Hlemmi að Selás og við sveitastúlkurnar úr Mosfellssveit fórum heim á puttanum frá Höfðabakkanum. Svona var tilveran og má fullyrða að engir foreldrar myndu taka þetta í mál í dag. En svo breyttist allt einn daginn. Ég man hvar ég stóð Svo liðu árin og bílprófið veitti okkur það frelsi sem við þráðum. Enn fleiri ár liðu og einn sumardag var ég stödd í miðbæ Reykjavíkur þegar ég sé strætó merktan Mosfellsbær – Meistaravellir, leið 15. Ég stóð og starði og hugsaði með mér hvað sveitin mín væri orðin stór og sterk. Eitt stykki strætó að ferja Mosfellinga alla leið vestur í bæ og til baka. Það var ekki lítið. Fram að þessu var Mosfellsbær ekki hluti af strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins en með tilkomu Strætó bs. vorum við orðin hluti af stórborginni. Í dag eru samgöngumál stærri og mikilvægari málaflokkur en nokkru sinni áður. Samgöngumál eru umhverfismál, jafnréttismál og varða lífsgæði fólks. Hugum að framtíð Í dag er ungt fólk meðvitaðra um umhverfi sitt og kýs að búa nálægt þjónustu eins og leikskólum, verslunum og stoppustöðvum. Tíminn er mestu lífsgæði fólks og samveran með fjölskyldunni er dýrmætari en allt annað. Allar spár segja að íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga mjög mikið á næstu árum og er það hlutverk okkar stjórnmálafólks að hugsa til framtíðar, því fortíðin er liðin. Fólk hefur ekki áhuga á að sitja fast í umferðarteppu næstu árin jafnvel þó góð hlaðvörp séu í boði. Við miðaldra fólkið verðum að skilja að tímarnir hafa breyst og eru greiðar samgöngur hluti af þróun og þroska höfuðborgarsvæðisins. Við verðum að hugsa fyrir fjölbreyttum samgöngumátum í fjölbreyttum íbúðahverfum þar sem alls konar fjölskyldur búa. Að bæta kerfið En af hverju að efla almenningssamgöngur þegar svo fáir taka strætó? Í dag situr strætó fastur í umferðinni og koma dagar þar sem erfitt reynist að halda tímaáætlun. Með því að bæta þjónustuna verður Borgarlínan og strætó valkostur fyrir alla. Þannig er hægt að greiða úr umferðarhnútum og standa við samkomulag um verndun umhverfisins. Bætt almenningssamgöngukerfi er engin „aðför að einkabílnum“ því einkabíllinn mun lifa áfram góðu lífi á götum borgarinnar en staldrar styttra við á umferðarljósum. Í samgöngusáttmálinum eru gert ráð fyrir að 50 milljarðar verði settir að bæta stofnvegi til að gera umferð einkabílsins greiðari. Atvinnulífið ætti líka að gleðjast því tími er peningar og dýrt að vera fastur í umferðinni. Góðar samgöngur er lýðheilsumál Í dag eru almenningssamgöngur jafn mikilvægar og sjálfsagðar og hver önnur þjónusta sem ríki og sveitarfélög veita. Eitt mikilvægasta lýðheilsuverkefni sveitarfélaga er að skipuleggja hverfi þar sem hugað er að samgöngum líkt og annarri þjónustu. Nútíminn krefst innviða sem tryggja virka samgöngumáta samhliða annarri umferð. Þannig verða samgöngur greiðari, umferðaröryggi eykst og kolefnisfótspor minnkar. Við viljum samfélag sem setur lýðheilsu í forgang og þróast líkt og borgir og bæir heims þar sem lífsgæðin eru mest. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skoðun: Kosningar 2022 Borgarlína Samgöngur Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Það snýst um uppbyggingu vega, stíga og að bæta strætókerfið með svokallaðri Borgarlínu. Þetta er mikilvægur áfangi og ekki síst fyrir sveitarfélag eins og Mosfellsbæ sem er á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Ég er ekki sérfræðingur í samgöngum heldur íbúi og bæjarfulltrúi í sveitarfélagi sem treystir á gott flæði umferðar og öruggar almenningssamgöngur Þess vegna greiddi ég atkvæði með þessu samkomulagi í bæjarstjórn, það felur í sér mikilvægt átak framkvæmdum við stofnvegi fyrir einkabílinn og tímamóta breytingar í almenningssamgöngum. Ég ætla ekki að selja neinum ágæti Borgarlínunnar heldur að segja frá mikilvægi góðra samgangna fyrir okkur Mosfellinga líkt og alla aðra. En fyrst stutt saga. Á puttanum Árið er 1980 og mikil fjölgun íbúa hefur átt sér stað í Mosfellssveit. Við vinkonurnar erum komnar á unglingsaldur og veröldin að stækka. Til að komast í höfuðborgina og skoða fermingarkjóla þurfti að treysta á góðvild bíleiganda eða „taka rútuna í bæinn“ eins og það hét. Rútuna tókum við en ferðir ekki tíðar. Í þá daga var ekkert sjálfsagðara en að „fara á puttanum„ til og frá höfuðborginni. Þá var gengið upp á Vesturlandsveg með viðkomu í Svanssjoppu og tekinn sprettur upp á veg ef bíll var að nálgast. Á heimleið var strætó tekinn frá Hlemmi að Selás og við sveitastúlkurnar úr Mosfellssveit fórum heim á puttanum frá Höfðabakkanum. Svona var tilveran og má fullyrða að engir foreldrar myndu taka þetta í mál í dag. En svo breyttist allt einn daginn. Ég man hvar ég stóð Svo liðu árin og bílprófið veitti okkur það frelsi sem við þráðum. Enn fleiri ár liðu og einn sumardag var ég stödd í miðbæ Reykjavíkur þegar ég sé strætó merktan Mosfellsbær – Meistaravellir, leið 15. Ég stóð og starði og hugsaði með mér hvað sveitin mín væri orðin stór og sterk. Eitt stykki strætó að ferja Mosfellinga alla leið vestur í bæ og til baka. Það var ekki lítið. Fram að þessu var Mosfellsbær ekki hluti af strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins en með tilkomu Strætó bs. vorum við orðin hluti af stórborginni. Í dag eru samgöngumál stærri og mikilvægari málaflokkur en nokkru sinni áður. Samgöngumál eru umhverfismál, jafnréttismál og varða lífsgæði fólks. Hugum að framtíð Í dag er ungt fólk meðvitaðra um umhverfi sitt og kýs að búa nálægt þjónustu eins og leikskólum, verslunum og stoppustöðvum. Tíminn er mestu lífsgæði fólks og samveran með fjölskyldunni er dýrmætari en allt annað. Allar spár segja að íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga mjög mikið á næstu árum og er það hlutverk okkar stjórnmálafólks að hugsa til framtíðar, því fortíðin er liðin. Fólk hefur ekki áhuga á að sitja fast í umferðarteppu næstu árin jafnvel þó góð hlaðvörp séu í boði. Við miðaldra fólkið verðum að skilja að tímarnir hafa breyst og eru greiðar samgöngur hluti af þróun og þroska höfuðborgarsvæðisins. Við verðum að hugsa fyrir fjölbreyttum samgöngumátum í fjölbreyttum íbúðahverfum þar sem alls konar fjölskyldur búa. Að bæta kerfið En af hverju að efla almenningssamgöngur þegar svo fáir taka strætó? Í dag situr strætó fastur í umferðinni og koma dagar þar sem erfitt reynist að halda tímaáætlun. Með því að bæta þjónustuna verður Borgarlínan og strætó valkostur fyrir alla. Þannig er hægt að greiða úr umferðarhnútum og standa við samkomulag um verndun umhverfisins. Bætt almenningssamgöngukerfi er engin „aðför að einkabílnum“ því einkabíllinn mun lifa áfram góðu lífi á götum borgarinnar en staldrar styttra við á umferðarljósum. Í samgöngusáttmálinum eru gert ráð fyrir að 50 milljarðar verði settir að bæta stofnvegi til að gera umferð einkabílsins greiðari. Atvinnulífið ætti líka að gleðjast því tími er peningar og dýrt að vera fastur í umferðinni. Góðar samgöngur er lýðheilsumál Í dag eru almenningssamgöngur jafn mikilvægar og sjálfsagðar og hver önnur þjónusta sem ríki og sveitarfélög veita. Eitt mikilvægasta lýðheilsuverkefni sveitarfélaga er að skipuleggja hverfi þar sem hugað er að samgöngum líkt og annarri þjónustu. Nútíminn krefst innviða sem tryggja virka samgöngumáta samhliða annarri umferð. Þannig verða samgöngur greiðari, umferðaröryggi eykst og kolefnisfótspor minnkar. Við viljum samfélag sem setur lýðheilsu í forgang og þróast líkt og borgir og bæir heims þar sem lífsgæðin eru mest. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun