Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 14:48 Samband íslenskra sveitarfélaga óttast að óbreytt fjárlagafrumvarp boði niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. Samtökin tvö eru afar gagnrýnin á þau framlög sem eyrnamerkt eru hjúkrunarheimilum í fjárlagafrumvarpi næsta árs í umsögnum um fjárlagafrumvarpið. Milljarðurinn hafi komið í veg fyrir hamfarir í ár Í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er bent á að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri eins miljarðs viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila sem kom til framkvæmda í ár. „Þessi innspýting í rekstur hjúkrunarheimila árið 2021 kom í veg fyrir hamfarir í rekstri þeirra, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi,“ segir í umsögninni. Segir þar að mikilvægt sé að þessum fjármunum verði bætt við í fjárlögin. Ella þurfi að skera niður þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Kallað er eftir stórvægilegum lagfæringum á fjárlagafrumvarpinu í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Vilhelm „Ef ekki verða gerðar stórvægilegar lagfæringar á fjárlagafrumvarpinu og fjárframlög til hjúkrunarheimila hækkuð á milli umræðna þá eru óhjákvæmilegar afleiðingar af því enn frekari niðurskurður í rekstri hjúkrunarheimilanna og þar með enn meiri skerðing á þjónustu til íbúa.“ Er að auki bent á óbreytt fjárlög geti gert það að verkum að ýmis sveitarfélög aðrir og rekstraraðilar geti ekki lengur staðið undir rekstri hjúkrunarheimila neyðist til að skila honum til ríkisins. Fjárlögin endurspegli ekki loforð í stjórnarsáttmála Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga er á svipuðum nótum þegar kemur að framlagi til hjúkrunarheimila í fjárlagafrumvarpinu. „Það eru mikil vonbrigði að fjárlagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Hjúkrunarheimilið Hlíð á AkureyriVísir/Tryggvi Er bent á að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir tveggja milljarða hækkun til hjúkrunarheimila nægi það ekki, þar sem verulega virðist skorið niður á móti. Boði stórfelldan niðurskurð Þar beri helst að nefna að umræddur milljarður sem hafi afstýrt neyðarástandi á hjúkrunarheimilinum í sumar sé ekki að finna á fjárlögum næsta árs auk þess sem að ekki virðist gert ráð fyrir kostnaði hjúkrunarheimila við styttingu vinnuvikunnar. Þá sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar eða verðlags-og launahækkana. „Reynist ofangreint rétt þá boðar fjárlagafrumvarp 2022 í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Samtökin tvö eru afar gagnrýnin á þau framlög sem eyrnamerkt eru hjúkrunarheimilum í fjárlagafrumvarpi næsta árs í umsögnum um fjárlagafrumvarpið. Milljarðurinn hafi komið í veg fyrir hamfarir í ár Í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er bent á að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri eins miljarðs viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila sem kom til framkvæmda í ár. „Þessi innspýting í rekstur hjúkrunarheimila árið 2021 kom í veg fyrir hamfarir í rekstri þeirra, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi,“ segir í umsögninni. Segir þar að mikilvægt sé að þessum fjármunum verði bætt við í fjárlögin. Ella þurfi að skera niður þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Kallað er eftir stórvægilegum lagfæringum á fjárlagafrumvarpinu í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Vilhelm „Ef ekki verða gerðar stórvægilegar lagfæringar á fjárlagafrumvarpinu og fjárframlög til hjúkrunarheimila hækkuð á milli umræðna þá eru óhjákvæmilegar afleiðingar af því enn frekari niðurskurður í rekstri hjúkrunarheimilanna og þar með enn meiri skerðing á þjónustu til íbúa.“ Er að auki bent á óbreytt fjárlög geti gert það að verkum að ýmis sveitarfélög aðrir og rekstraraðilar geti ekki lengur staðið undir rekstri hjúkrunarheimila neyðist til að skila honum til ríkisins. Fjárlögin endurspegli ekki loforð í stjórnarsáttmála Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga er á svipuðum nótum þegar kemur að framlagi til hjúkrunarheimila í fjárlagafrumvarpinu. „Það eru mikil vonbrigði að fjárlagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Hjúkrunarheimilið Hlíð á AkureyriVísir/Tryggvi Er bent á að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir tveggja milljarða hækkun til hjúkrunarheimila nægi það ekki, þar sem verulega virðist skorið niður á móti. Boði stórfelldan niðurskurð Þar beri helst að nefna að umræddur milljarður sem hafi afstýrt neyðarástandi á hjúkrunarheimilinum í sumar sé ekki að finna á fjárlögum næsta árs auk þess sem að ekki virðist gert ráð fyrir kostnaði hjúkrunarheimila við styttingu vinnuvikunnar. Þá sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar eða verðlags-og launahækkana. „Reynist ofangreint rétt þá boðar fjárlagafrumvarp 2022 í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent