Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 14:48 Samband íslenskra sveitarfélaga óttast að óbreytt fjárlagafrumvarp boði niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. Samtökin tvö eru afar gagnrýnin á þau framlög sem eyrnamerkt eru hjúkrunarheimilum í fjárlagafrumvarpi næsta árs í umsögnum um fjárlagafrumvarpið. Milljarðurinn hafi komið í veg fyrir hamfarir í ár Í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er bent á að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri eins miljarðs viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila sem kom til framkvæmda í ár. „Þessi innspýting í rekstur hjúkrunarheimila árið 2021 kom í veg fyrir hamfarir í rekstri þeirra, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi,“ segir í umsögninni. Segir þar að mikilvægt sé að þessum fjármunum verði bætt við í fjárlögin. Ella þurfi að skera niður þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Kallað er eftir stórvægilegum lagfæringum á fjárlagafrumvarpinu í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Vilhelm „Ef ekki verða gerðar stórvægilegar lagfæringar á fjárlagafrumvarpinu og fjárframlög til hjúkrunarheimila hækkuð á milli umræðna þá eru óhjákvæmilegar afleiðingar af því enn frekari niðurskurður í rekstri hjúkrunarheimilanna og þar með enn meiri skerðing á þjónustu til íbúa.“ Er að auki bent á óbreytt fjárlög geti gert það að verkum að ýmis sveitarfélög aðrir og rekstraraðilar geti ekki lengur staðið undir rekstri hjúkrunarheimila neyðist til að skila honum til ríkisins. Fjárlögin endurspegli ekki loforð í stjórnarsáttmála Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga er á svipuðum nótum þegar kemur að framlagi til hjúkrunarheimila í fjárlagafrumvarpinu. „Það eru mikil vonbrigði að fjárlagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Hjúkrunarheimilið Hlíð á AkureyriVísir/Tryggvi Er bent á að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir tveggja milljarða hækkun til hjúkrunarheimila nægi það ekki, þar sem verulega virðist skorið niður á móti. Boði stórfelldan niðurskurð Þar beri helst að nefna að umræddur milljarður sem hafi afstýrt neyðarástandi á hjúkrunarheimilinum í sumar sé ekki að finna á fjárlögum næsta árs auk þess sem að ekki virðist gert ráð fyrir kostnaði hjúkrunarheimila við styttingu vinnuvikunnar. Þá sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar eða verðlags-og launahækkana. „Reynist ofangreint rétt þá boðar fjárlagafrumvarp 2022 í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Samtökin tvö eru afar gagnrýnin á þau framlög sem eyrnamerkt eru hjúkrunarheimilum í fjárlagafrumvarpi næsta árs í umsögnum um fjárlagafrumvarpið. Milljarðurinn hafi komið í veg fyrir hamfarir í ár Í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er bent á að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri eins miljarðs viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila sem kom til framkvæmda í ár. „Þessi innspýting í rekstur hjúkrunarheimila árið 2021 kom í veg fyrir hamfarir í rekstri þeirra, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi,“ segir í umsögninni. Segir þar að mikilvægt sé að þessum fjármunum verði bætt við í fjárlögin. Ella þurfi að skera niður þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Kallað er eftir stórvægilegum lagfæringum á fjárlagafrumvarpinu í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Vilhelm „Ef ekki verða gerðar stórvægilegar lagfæringar á fjárlagafrumvarpinu og fjárframlög til hjúkrunarheimila hækkuð á milli umræðna þá eru óhjákvæmilegar afleiðingar af því enn frekari niðurskurður í rekstri hjúkrunarheimilanna og þar með enn meiri skerðing á þjónustu til íbúa.“ Er að auki bent á óbreytt fjárlög geti gert það að verkum að ýmis sveitarfélög aðrir og rekstraraðilar geti ekki lengur staðið undir rekstri hjúkrunarheimila neyðist til að skila honum til ríkisins. Fjárlögin endurspegli ekki loforð í stjórnarsáttmála Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga er á svipuðum nótum þegar kemur að framlagi til hjúkrunarheimila í fjárlagafrumvarpinu. „Það eru mikil vonbrigði að fjárlagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Hjúkrunarheimilið Hlíð á AkureyriVísir/Tryggvi Er bent á að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir tveggja milljarða hækkun til hjúkrunarheimila nægi það ekki, þar sem verulega virðist skorið niður á móti. Boði stórfelldan niðurskurð Þar beri helst að nefna að umræddur milljarður sem hafi afstýrt neyðarástandi á hjúkrunarheimilinum í sumar sé ekki að finna á fjárlögum næsta árs auk þess sem að ekki virðist gert ráð fyrir kostnaði hjúkrunarheimila við styttingu vinnuvikunnar. Þá sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar eða verðlags-og launahækkana. „Reynist ofangreint rétt þá boðar fjárlagafrumvarp 2022 í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent