Endurkoma Söru Sigmunds byrjaði í snjóbrekku í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 10:00 Sara Sigmundsdóttir ræðir við Sam Briggs á fundinum fyrir keppni en Briggs hefur tekið forystuna á mótinu. Instagram/@dxbfitnesschamp Sara Sigmundsdóttir er í ellefta sæti og ekki efsti íslensku stelpnanna eftir fyrsta daginn á Dubai CrossFit Championship sem hófst í morgun í snjóhöllinni í Dúbaí. Sara er að keppa á sínu fyrsta móti eftir krossbandsslit en hún fór í aðgerðina fyrir aðeins átta mánuðum. Fyrstu greinarnar á mótinu innihéldu hlaup upp og niður snjóbrekku þar af önnur með þyngingarvesti en hin á milli þess að keppendur tóku á því í skíðavélum. Sara endaði í sjöunda sæti í fyrstu greininni og svo í fjórtánda sæti í grein tvö þar sem var sprettur upp og niður skíðabrekkuna með þyngingarvestið. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku stelpnanna en hún situr í áttunda sæti og er með átta fleiri stig en Sara. Þuríður Erla varð í tíunda sæti í fyrstu grein en í sjöunda sæti í grein tvö. Oddný Eik Gylfadóttir er í fimmtánda sætinu eftir þennan fyrsta dag. Reynsluboltinn Samantha Briggs byrjaði mótið mjög vel en hún er í forystunni með fimm stigum meira en þær Kristin Holte frá Noregi og Laura Horvath frá Ungverjalandi sem eru jafnar í öðru sæti. Briggs vann fyrstu grein og varð fjórða í grein tvö en Holte vann grein tvö og varð fimmta í fyrstu grein. Horvath varð önnur í grein tvö en í fjórða sætinu í fyrstu greininni. Þuríður Erla er 45 stigum frá efsta sætinu en Sara er 53 stigum á eftir Samönthu Briggs. Næstu greinar fara fram á morgun en þá verða keppendur komnar í hefðbundnari aðstæður á Dubaí tennisleikvanginum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Sara er að keppa á sínu fyrsta móti eftir krossbandsslit en hún fór í aðgerðina fyrir aðeins átta mánuðum. Fyrstu greinarnar á mótinu innihéldu hlaup upp og niður snjóbrekku þar af önnur með þyngingarvesti en hin á milli þess að keppendur tóku á því í skíðavélum. Sara endaði í sjöunda sæti í fyrstu greininni og svo í fjórtánda sæti í grein tvö þar sem var sprettur upp og niður skíðabrekkuna með þyngingarvestið. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku stelpnanna en hún situr í áttunda sæti og er með átta fleiri stig en Sara. Þuríður Erla varð í tíunda sæti í fyrstu grein en í sjöunda sæti í grein tvö. Oddný Eik Gylfadóttir er í fimmtánda sætinu eftir þennan fyrsta dag. Reynsluboltinn Samantha Briggs byrjaði mótið mjög vel en hún er í forystunni með fimm stigum meira en þær Kristin Holte frá Noregi og Laura Horvath frá Ungverjalandi sem eru jafnar í öðru sæti. Briggs vann fyrstu grein og varð fjórða í grein tvö en Holte vann grein tvö og varð fimmta í fyrstu grein. Horvath varð önnur í grein tvö en í fjórða sætinu í fyrstu greininni. Þuríður Erla er 45 stigum frá efsta sætinu en Sara er 53 stigum á eftir Samönthu Briggs. Næstu greinar fara fram á morgun en þá verða keppendur komnar í hefðbundnari aðstæður á Dubaí tennisleikvanginum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira