Hverfið við stokkinn verði gjörbreytt eftir fimm ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2021 15:30 Ævar Harðarson er deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Vísir/Egill Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki. Fyrsti áfangi Miklubrautarstokksins mun ná frá Snorrabraut að gatnamótum Miklubrautar við Rauðarárstíg. Þegar stokkurinn er tilbúinn mun draga mjög úr umferðarhávaðanum sem einkennir þetta svæði og borgarlínan líða hjá í mikilli friðsæld. Ofanjarðar er gert ráð fyrir allsherjarborgargötu með hjólastígum og grænni ásýnd. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá hugmynd frá Jakobi Jakobssyni arkítekt að útfærslu á yfirbyggingu gatnamóta Snorrabrautar og Miklubrautar. Norðurmýrin er á vinstri hönd en lituðu byggingarnar fyrir miðju, sem yrðu bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, eru ekki til - enn þá, að minnsta kosti. Nú er kallað eftir umsögnum íbúa um tillögur en framkvæmdir haldast í hendur við nýbyggingu Landspítala. „Undirbúningur er rétt að hefjast. Það er verið að skoða þessar hugmyndir og tillögur sem eru kynntar á vefnum okkar. Og ég held að þetta umhverfi verði gjörbreytt eftir fimm ár,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar. „Ég held þetta verði einhverjar mestu breytingar í borginni fyrir þau hverfi sem liggja að Miklubrautinni.“ Þá eru uppi hugmyndir um að reisa nýbyggingar þétt upp við Miklubraut og Háaleitisbraut. Þær eru táknaðar með lit á þessari mynd en hvítu byggingarnar eru húsin sem fyrir eru á svæðinu. Ævar hefur ekki áhyggjur af hljóðmengun svo þétt upp við Miklubrautina - en ekki er áætlað að stokkurinn nái þangað. „Besta hljóðvörn sem hægt er að fá, það er í nýbyggingum sem er þá hægt að hanna þannig að þær séu með góðar hljóðvarnir. Þetta er verið að gera annars staðar, það er verið að breyta svona veghelgunarsvæðum inni í Helsinki til dæmis í breiðstræti,“ segir Ævar. Skipulag Reykjavík Umferð Borgarlína Tengdar fréttir Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fyrsti áfangi Miklubrautarstokksins mun ná frá Snorrabraut að gatnamótum Miklubrautar við Rauðarárstíg. Þegar stokkurinn er tilbúinn mun draga mjög úr umferðarhávaðanum sem einkennir þetta svæði og borgarlínan líða hjá í mikilli friðsæld. Ofanjarðar er gert ráð fyrir allsherjarborgargötu með hjólastígum og grænni ásýnd. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá hugmynd frá Jakobi Jakobssyni arkítekt að útfærslu á yfirbyggingu gatnamóta Snorrabrautar og Miklubrautar. Norðurmýrin er á vinstri hönd en lituðu byggingarnar fyrir miðju, sem yrðu bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, eru ekki til - enn þá, að minnsta kosti. Nú er kallað eftir umsögnum íbúa um tillögur en framkvæmdir haldast í hendur við nýbyggingu Landspítala. „Undirbúningur er rétt að hefjast. Það er verið að skoða þessar hugmyndir og tillögur sem eru kynntar á vefnum okkar. Og ég held að þetta umhverfi verði gjörbreytt eftir fimm ár,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar. „Ég held þetta verði einhverjar mestu breytingar í borginni fyrir þau hverfi sem liggja að Miklubrautinni.“ Þá eru uppi hugmyndir um að reisa nýbyggingar þétt upp við Miklubraut og Háaleitisbraut. Þær eru táknaðar með lit á þessari mynd en hvítu byggingarnar eru húsin sem fyrir eru á svæðinu. Ævar hefur ekki áhyggjur af hljóðmengun svo þétt upp við Miklubrautina - en ekki er áætlað að stokkurinn nái þangað. „Besta hljóðvörn sem hægt er að fá, það er í nýbyggingum sem er þá hægt að hanna þannig að þær séu með góðar hljóðvarnir. Þetta er verið að gera annars staðar, það er verið að breyta svona veghelgunarsvæðum inni í Helsinki til dæmis í breiðstræti,“ segir Ævar.
Skipulag Reykjavík Umferð Borgarlína Tengdar fréttir Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50