Erfiðara að sitja í einangrun en að setja sig inn í fjárlögin Óttar Kolbeinsson Proppé og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. desember 2021 20:35 Varaþingmennirnir hafa helgina til að setja sig inn í mál málanna, fjárlagafrumvarp næsta árs. vísir Varaþingmenn Viðreisnar eru klárir í slaginn en þeir þurfa að kynna sér fjárlagafrumvarpið um helgina til að geta tekið þátt í umræðum á þinginu um það í næstu viku. Allir þingmenn Viðreisnar hafa greinst með kórónuveiruna. Það er einstakt í sögunni að svo stór þingflokkur sé alfarið skipaður varamönnum vegna veikinda. „Já þetta var vissulega mjög óvænt. Ég frétti af þessu bara í morgun. Og auðvitað hugsar maður fyrst og fremst til þeirra sem smituðust en þetta er bara mikill heiður að fá að fara inn í þetta hús hérna á mánudaginn,“ segir varaþingmaðurinn Thomas Möller. Hann var ekki alveg búinn að græja það sem hann þarf að klára fyrir jólin en honum gefst eflaust lítill tími til þess í næstu viku. „En það var gerður skurkur í dag í jólainnkaupum og rauðkálið var skorið niður áðan. Þannig þetta er allt að koma.“ Rætt var við Thomas og Elínu Önnu Gísladóttur, varaþingmenn Viðreisnar í Kvöldfréttum í kvöld: Bagaleg staða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sjálfur í sóttkví ásamt öllum sínum þingflokki eftir að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður flokksins, greindist með veiruna. Hann segir það bagalegt að svo margir þinmenn séu úr leik við umræðu um fjárlögin. „Það er auðvitað bagalegt þegar kannski mikilvægustu lög landsins eru til umræðu og við búin að setja okkur mikið inn í þau að þurfa að kalla algerlega nýtt fólk að borðinu í svo miklum mæli eins og til dæmis Viðreisn þarf að gera,“ segir Logi. Þrátt fyrir það telja varaþingmennirnir sig tilbúna til að takast á við áskorunina. „Við erum bara tilbúin í slaginn og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Þetta er stór áskorun auðvitað en við erum tilbúin,“ segir Elín Anna. Nú reynir á varaþingmenn stjórnarandstöðunnar. Elín Anna er tilbúin í slaginn.Viðreisn Það eru ekki bara þingmenn Viðreisnar sem eru smitaðir heldur líka starfsfólk þingflokksins. „Og hugur okkar er náttúrulega bara hjá starfsfólkinu og þingmönnunum sem eru veikir og við vonum að þau veikist ekki illa. Og almennt bara allir landsmenn – það er fullt af fólki í einangrun, það er erfitt, það er jólatíð núna og fólk vill vera með fjölskyldunni sinni. Þannig að þó að við fáum stórt verkefni að glíma við þá held ég að það sé erfiðara að sitja heima í einangrun núna,“ segir Elín Anna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
„Já þetta var vissulega mjög óvænt. Ég frétti af þessu bara í morgun. Og auðvitað hugsar maður fyrst og fremst til þeirra sem smituðust en þetta er bara mikill heiður að fá að fara inn í þetta hús hérna á mánudaginn,“ segir varaþingmaðurinn Thomas Möller. Hann var ekki alveg búinn að græja það sem hann þarf að klára fyrir jólin en honum gefst eflaust lítill tími til þess í næstu viku. „En það var gerður skurkur í dag í jólainnkaupum og rauðkálið var skorið niður áðan. Þannig þetta er allt að koma.“ Rætt var við Thomas og Elínu Önnu Gísladóttur, varaþingmenn Viðreisnar í Kvöldfréttum í kvöld: Bagaleg staða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sjálfur í sóttkví ásamt öllum sínum þingflokki eftir að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður flokksins, greindist með veiruna. Hann segir það bagalegt að svo margir þinmenn séu úr leik við umræðu um fjárlögin. „Það er auðvitað bagalegt þegar kannski mikilvægustu lög landsins eru til umræðu og við búin að setja okkur mikið inn í þau að þurfa að kalla algerlega nýtt fólk að borðinu í svo miklum mæli eins og til dæmis Viðreisn þarf að gera,“ segir Logi. Þrátt fyrir það telja varaþingmennirnir sig tilbúna til að takast á við áskorunina. „Við erum bara tilbúin í slaginn og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Þetta er stór áskorun auðvitað en við erum tilbúin,“ segir Elín Anna. Nú reynir á varaþingmenn stjórnarandstöðunnar. Elín Anna er tilbúin í slaginn.Viðreisn Það eru ekki bara þingmenn Viðreisnar sem eru smitaðir heldur líka starfsfólk þingflokksins. „Og hugur okkar er náttúrulega bara hjá starfsfólkinu og þingmönnunum sem eru veikir og við vonum að þau veikist ekki illa. Og almennt bara allir landsmenn – það er fullt af fólki í einangrun, það er erfitt, það er jólatíð núna og fólk vill vera með fjölskyldunni sinni. Þannig að þó að við fáum stórt verkefni að glíma við þá held ég að það sé erfiðara að sitja heima í einangrun núna,“ segir Elín Anna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08