Fangar fengu kartöflu í skóinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 22:53 Kartafla í hverjum einasta skó á Hrauninu í morgun. facebook/afstaða Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum. Jólasveinninn sem ber ábyrgð á þessari köldu kveðju til fanga er Skyrgámur sem kom til byggða í morgun. Sagt er frá þessu skemmtilega atviki á Facebook-síðu Afstöðu. „Fátítt hefur verið á umliðnum árum að jólasveinarnir láti á sér kræla innan fangelsisveggja hér á landi og kom það því vistmönnum í fangelsinu á Hólmsheiði skemmtilega á óvart þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að búið var að lauma sælgæti í skó þeirra,“ segir í færslunni. Vistmenn Litla-Hrauns ætluðu þá að leika leikinn eftir í von um að fá sælgæti frá jólasveininum en urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komu að tómum skó í gær og enn meiri vonbrigðum með kartöfluna í morgun. Þeir höfðu enda sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í desember, að sögn Afstöðu. „Fulltrúar frá Afstöðu fóru í dag á Litla-Hraun til að taka stöðuna, lægja öldur og ganga úr skugga um að þar hefðu allir hegðað sér vel. Það er mál manna að jólasveinninn muni ekki hrekkja vistmenn á Litla-Hrauni að nýju og mega þeir búast við sælgæti í skóinn á næstunni, rétt eins og vistmenn á Hólmsheiði,“ segir í færslunni. „Annars var góð stemning á Hrauninu í dag og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, það má því ekki gera ráð fyrir öðru en allir muni hegða sér þar vel, alla vega fram að jólum.“ Fangelsismál Jól Jólasveinar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Jólasveinninn sem ber ábyrgð á þessari köldu kveðju til fanga er Skyrgámur sem kom til byggða í morgun. Sagt er frá þessu skemmtilega atviki á Facebook-síðu Afstöðu. „Fátítt hefur verið á umliðnum árum að jólasveinarnir láti á sér kræla innan fangelsisveggja hér á landi og kom það því vistmönnum í fangelsinu á Hólmsheiði skemmtilega á óvart þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að búið var að lauma sælgæti í skó þeirra,“ segir í færslunni. Vistmenn Litla-Hrauns ætluðu þá að leika leikinn eftir í von um að fá sælgæti frá jólasveininum en urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komu að tómum skó í gær og enn meiri vonbrigðum með kartöfluna í morgun. Þeir höfðu enda sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í desember, að sögn Afstöðu. „Fulltrúar frá Afstöðu fóru í dag á Litla-Hraun til að taka stöðuna, lægja öldur og ganga úr skugga um að þar hefðu allir hegðað sér vel. Það er mál manna að jólasveinninn muni ekki hrekkja vistmenn á Litla-Hrauni að nýju og mega þeir búast við sælgæti í skóinn á næstunni, rétt eins og vistmenn á Hólmsheiði,“ segir í færslunni. „Annars var góð stemning á Hrauninu í dag og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, það má því ekki gera ráð fyrir öðru en allir muni hegða sér þar vel, alla vega fram að jólum.“
Fangelsismál Jól Jólasveinar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira