Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 09:02 Dennis Rodman missti af tækifærinu að spila með Böðvari Guðjónssyni í liði Bumbunnar. EPA&S2 Sport Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan. Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan.
Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum