Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 16:56 Joe Manchin hefur haft mikið að segja um þau fáu frumvörp sem hafa verið samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings undanfarið. AP/J. Scott Applewhite Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Manchin, frá Vestur-Virginíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér ekki að styðja við frumvarpið né greiða því atkvæði sitt. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Öldungadeildin deilist jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og er hvor flokkur með fimmtíu öldungadeildarþingmenn. Varaforseti Bandaríkjanna, sem er nú Demókrati, hefur svo úrslitaatkvæðið. Þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt ætlar Schumer að láta greiða atkvæði um það. Þau myndu greiða atkvæði um aðrar útgáfur frumvarpsins þar til þeim yrði ágengt, samkvæmt frétt Washington Post. Í yfirlýsingu sinni í gær sagðist Mancin ekki vilja styðja frumvarpið vegna aukinnar verðbólgu, hækkandi skulda og útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Manchin, sem er íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, fór svo í viðtal í vinsælum þætti í Vestur-Virginíu í morgun þar sem hann sagði mögulegt að brjóta frumvarpið niður í mismunandi hluta til að koma einhverju af því í gegn. Fyrst þyrfti það þó allt að fara í gegnum þingnefndir. Annars kvartaði hann yfir þeim þrýstingi sem hann varð fyrir úr Hvíta húsinu. Gagnrýndur af Hvíta húsinu Í kjölfar yfirlýsingar Manchnins í gærmorgun, sem hann varpaði fyrst fram á Fox News, sendi talskona Bidens út yfirlýsingu þar sem þingmaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir að snúast hugur varðandi frumvarpið og fyrir að fara gegn orða sinna til Bidens og annarra Demókrata. Samkvæmt frétt Politico taldi Biden að viðræður milli hans og Manchins í síðustu viku hefðu dugað til og að hann gæti fengið þingmanninn á sitt band snemma á næsta ári. Aðrir Demókratar hafa einnig gagnrýnt Manchin. Repúblikanar hafa hins vegar hrósað honum í hástert. Þeir hafa lengi reynt að fá Manchin til að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Manchin, frá Vestur-Virginíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér ekki að styðja við frumvarpið né greiða því atkvæði sitt. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Öldungadeildin deilist jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og er hvor flokkur með fimmtíu öldungadeildarþingmenn. Varaforseti Bandaríkjanna, sem er nú Demókrati, hefur svo úrslitaatkvæðið. Þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt ætlar Schumer að láta greiða atkvæði um það. Þau myndu greiða atkvæði um aðrar útgáfur frumvarpsins þar til þeim yrði ágengt, samkvæmt frétt Washington Post. Í yfirlýsingu sinni í gær sagðist Mancin ekki vilja styðja frumvarpið vegna aukinnar verðbólgu, hækkandi skulda og útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Manchin, sem er íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, fór svo í viðtal í vinsælum þætti í Vestur-Virginíu í morgun þar sem hann sagði mögulegt að brjóta frumvarpið niður í mismunandi hluta til að koma einhverju af því í gegn. Fyrst þyrfti það þó allt að fara í gegnum þingnefndir. Annars kvartaði hann yfir þeim þrýstingi sem hann varð fyrir úr Hvíta húsinu. Gagnrýndur af Hvíta húsinu Í kjölfar yfirlýsingar Manchnins í gærmorgun, sem hann varpaði fyrst fram á Fox News, sendi talskona Bidens út yfirlýsingu þar sem þingmaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir að snúast hugur varðandi frumvarpið og fyrir að fara gegn orða sinna til Bidens og annarra Demókrata. Samkvæmt frétt Politico taldi Biden að viðræður milli hans og Manchins í síðustu viku hefðu dugað til og að hann gæti fengið þingmanninn á sitt band snemma á næsta ári. Aðrir Demókratar hafa einnig gagnrýnt Manchin. Repúblikanar hafa hins vegar hrósað honum í hástert. Þeir hafa lengi reynt að fá Manchin til að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56
Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58
Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48
Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51