Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 08:59 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að ekki sé upplýst um rökin á bak við sóttvarnaaðgerðir sem séu í gildi hverju sinni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir um hádegi í gær og felast þær meðal annars í tveggja metra reglu og að mest tuttugu megi koma saman. Greindi ráðherra frá því að ástæða hertra aðgerða væri uppgangur ómíkron afbrigðisins hér á landi og í nágrannalöndunum, en margt bendir til að afbrigðið smitist auðveldar en valdi þó minni veikindum. Óvissa er þó enn um hversu mikla vörn bólusetningar veita fyrir því að fólk smitist af ómíkron. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir því að þing sé upplýstara um ástæður aðgerða sem eru í gildi hverju sinni. Þá myndi það friða marga að vita að fleiri sjónarhorn hafi verið skoðuð. „Ég held að það sé betra til að fá fólk með sér í aðgerðum og skilja þær. Ef það er upplýst um rökin og það er upplýst um það að það hafi fleiri sjónarhorn verið metin heldur en bara hreinar sóttvarnir,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fleiri aðilar þurfi að koma að borðinu Greina þurfi vel frá rökum þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið sé til hverju sinni. „Mér finnst vanta rökin þarna á bak við og það sé einhver innan heilbrigðisráðuneytisins, eða framkvæmdavaldsins, sem fer yfir það og veiti ráðherranum einhverja ráðgjöf. Eins og þetta er núna þá kemur minnisblaðið mjög seint fram, og jú ég veit að það er verið að reyna að bregðast eins hratt við og hægt er í hvert skipti, en ráðherrann einhvern vegin fær minnisblaðið nokkrum klukkutímum áður en farið er að fjalla um það í fjölmiðlum hvað stendur í því,“ segir Vilhjálmur. „Ríkisstjórnin verður að fá einhvern vegin tækifæri eða svigrúm til að fá mat fleiri aðila og fleiri sjónarmið inn í þetta áður en þarf að vera búið að taka ákvörðun og bregðast við.“ Auðvitað sé það þannig að sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra eigi í samtali um minnisblað og sóttvarnaaðgerðir sem lagðar séu til hverju sinni. „Og sóttvarnalæknir er að sjálfsögðu með eitthvað fólk á bak við sig en viljum við hafa það bara þannig með svona stórar og afdrifaríkar ákvarðanir, hvað þá þegar þetta er búið að vera í svona langan tíma?“ spyr Vilhjálmur. „Við erum með sóttvarnalög og þau gera ráð fyrir sóttvarnaráðu en það hefur ekki verið kallað inn í þessa ákvarðanatöku heldur er embætti sóttvarnalæknis, sem skilar inn minnisblaði, við vitum ekkert hverjir koma að því. Jú, við vitum að Þórólfur skrifar undir það en við vitum ekkert hvaða fagfólk það er sem situr með honum og gerir þetta og út frá hvaða forsendum.“ Taka þurfi meira mið af andlegum og félagslegum þáttum Hann nefnir dæmi um aðgerðir sem voru umdeildar þar sem ekki lá fyrir hvað lægi að baki. „Búið var að þræta í einn og hálfan sólarhring í öllum fréttum og viðtölum um af hverju væri verið að herða á líkamsræktarstöðvum einu sinni í faraldrinum. Eftir allt þetta komu rökin eftir að var búið að draga þau upp með töngum. Þetta væri af því að hægt væri að rekja hátt hlutfall smitaðra til líkamsræktarstöðvanna. Ef þessar upplýsingar hefðu bara legið fyrir strax þá hefðu allir skilið aðgerðirnar miklu, miklu betur,“ segir Vilhjálmur. Erfitt sé að gagnrýna einstakar aðgerðir þegar rökin á bak við þær liggi ekki fyrir. Nú hljóti sömuleiðis að vera kominn sá tími í faraldrinum þar sem taka þurfi aukið mið af félagslegum, andlegum og öðrum heilufarslegum áhrifum takmarkana. „Og efnahagslegu áhrifin líka, þau geta líka leitt af sér félagsleg vandamál. Hvort eru áhrifin af aðgerðum út af Covid meiri en af veirunni sjálfri?“ spyr Vilhjálmur. „Það eru svona upplýsingar sem maður vill fá fram og það séu bornir saman kostir og gallar fyrir opnum tjöldum í svona afdrifaríkum ákvörðunum.“ Þing þurfi að ræða sóttvarnalög vel Nauðsynlegt sé að taka mið af þessum þáttum. „Eftir því sem þjóðin hefur staðið sig betur í þessu, að vera orðin að megninu til þríbólusett og vera með eitt hæsta bólusetningarhlutfall heims. Á sama tíma og veiran hefur þróast í þá átt sem við viljum, að hún vill frekar fjölga sér en að valda miklum veikindum,“ segir Vilhjálmur. „Þá hljóta svona þættir alltaf að spila sterkar og sterkar inn í, þessir andlegu og félagslegu þættir. Sem ég hef miklar áhyggjur af. Við verðum kannski miklu, miklu lengur að ná okkur andlega og félagslega heldur einhvern tíma líkamlega eftir þessa veiru,“ segir Vilhjálmur. Ræða þurfi aðkomu þingsins að þessum málum þegar sóttvarnalög komi til umræðu þess í vor. „Þingið hefur ekki formlega aðkomu að þessum ákvörðunum. Við hljótum að vilja hafa svona stórar ákvarðanir í föstu verklagi inni í sóttvarnalögum. Sóttvarnalögin munu nú koma til þingsins í vor og löggjafinn mun ræða þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Sammála um að skynsamlegt sé að létta álaginu af spítalanum með aðkomu fleiri en ríkisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort til greina komi að ríkið leiti í auknum mæli til annarra þeirra sem geta létt álaginu af Landspítalanum um að veita heilbrigðisþjónustu í ljósi faraldursins og þess álags sem spítalinn er undir vegna hans. 21. desember 2021 20:01 Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir um hádegi í gær og felast þær meðal annars í tveggja metra reglu og að mest tuttugu megi koma saman. Greindi ráðherra frá því að ástæða hertra aðgerða væri uppgangur ómíkron afbrigðisins hér á landi og í nágrannalöndunum, en margt bendir til að afbrigðið smitist auðveldar en valdi þó minni veikindum. Óvissa er þó enn um hversu mikla vörn bólusetningar veita fyrir því að fólk smitist af ómíkron. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir því að þing sé upplýstara um ástæður aðgerða sem eru í gildi hverju sinni. Þá myndi það friða marga að vita að fleiri sjónarhorn hafi verið skoðuð. „Ég held að það sé betra til að fá fólk með sér í aðgerðum og skilja þær. Ef það er upplýst um rökin og það er upplýst um það að það hafi fleiri sjónarhorn verið metin heldur en bara hreinar sóttvarnir,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fleiri aðilar þurfi að koma að borðinu Greina þurfi vel frá rökum þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið sé til hverju sinni. „Mér finnst vanta rökin þarna á bak við og það sé einhver innan heilbrigðisráðuneytisins, eða framkvæmdavaldsins, sem fer yfir það og veiti ráðherranum einhverja ráðgjöf. Eins og þetta er núna þá kemur minnisblaðið mjög seint fram, og jú ég veit að það er verið að reyna að bregðast eins hratt við og hægt er í hvert skipti, en ráðherrann einhvern vegin fær minnisblaðið nokkrum klukkutímum áður en farið er að fjalla um það í fjölmiðlum hvað stendur í því,“ segir Vilhjálmur. „Ríkisstjórnin verður að fá einhvern vegin tækifæri eða svigrúm til að fá mat fleiri aðila og fleiri sjónarmið inn í þetta áður en þarf að vera búið að taka ákvörðun og bregðast við.“ Auðvitað sé það þannig að sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra eigi í samtali um minnisblað og sóttvarnaaðgerðir sem lagðar séu til hverju sinni. „Og sóttvarnalæknir er að sjálfsögðu með eitthvað fólk á bak við sig en viljum við hafa það bara þannig með svona stórar og afdrifaríkar ákvarðanir, hvað þá þegar þetta er búið að vera í svona langan tíma?“ spyr Vilhjálmur. „Við erum með sóttvarnalög og þau gera ráð fyrir sóttvarnaráðu en það hefur ekki verið kallað inn í þessa ákvarðanatöku heldur er embætti sóttvarnalæknis, sem skilar inn minnisblaði, við vitum ekkert hverjir koma að því. Jú, við vitum að Þórólfur skrifar undir það en við vitum ekkert hvaða fagfólk það er sem situr með honum og gerir þetta og út frá hvaða forsendum.“ Taka þurfi meira mið af andlegum og félagslegum þáttum Hann nefnir dæmi um aðgerðir sem voru umdeildar þar sem ekki lá fyrir hvað lægi að baki. „Búið var að þræta í einn og hálfan sólarhring í öllum fréttum og viðtölum um af hverju væri verið að herða á líkamsræktarstöðvum einu sinni í faraldrinum. Eftir allt þetta komu rökin eftir að var búið að draga þau upp með töngum. Þetta væri af því að hægt væri að rekja hátt hlutfall smitaðra til líkamsræktarstöðvanna. Ef þessar upplýsingar hefðu bara legið fyrir strax þá hefðu allir skilið aðgerðirnar miklu, miklu betur,“ segir Vilhjálmur. Erfitt sé að gagnrýna einstakar aðgerðir þegar rökin á bak við þær liggi ekki fyrir. Nú hljóti sömuleiðis að vera kominn sá tími í faraldrinum þar sem taka þurfi aukið mið af félagslegum, andlegum og öðrum heilufarslegum áhrifum takmarkana. „Og efnahagslegu áhrifin líka, þau geta líka leitt af sér félagsleg vandamál. Hvort eru áhrifin af aðgerðum út af Covid meiri en af veirunni sjálfri?“ spyr Vilhjálmur. „Það eru svona upplýsingar sem maður vill fá fram og það séu bornir saman kostir og gallar fyrir opnum tjöldum í svona afdrifaríkum ákvörðunum.“ Þing þurfi að ræða sóttvarnalög vel Nauðsynlegt sé að taka mið af þessum þáttum. „Eftir því sem þjóðin hefur staðið sig betur í þessu, að vera orðin að megninu til þríbólusett og vera með eitt hæsta bólusetningarhlutfall heims. Á sama tíma og veiran hefur þróast í þá átt sem við viljum, að hún vill frekar fjölga sér en að valda miklum veikindum,“ segir Vilhjálmur. „Þá hljóta svona þættir alltaf að spila sterkar og sterkar inn í, þessir andlegu og félagslegu þættir. Sem ég hef miklar áhyggjur af. Við verðum kannski miklu, miklu lengur að ná okkur andlega og félagslega heldur einhvern tíma líkamlega eftir þessa veiru,“ segir Vilhjálmur. Ræða þurfi aðkomu þingsins að þessum málum þegar sóttvarnalög komi til umræðu þess í vor. „Þingið hefur ekki formlega aðkomu að þessum ákvörðunum. Við hljótum að vilja hafa svona stórar ákvarðanir í föstu verklagi inni í sóttvarnalögum. Sóttvarnalögin munu nú koma til þingsins í vor og löggjafinn mun ræða þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Sammála um að skynsamlegt sé að létta álaginu af spítalanum með aðkomu fleiri en ríkisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort til greina komi að ríkið leiti í auknum mæli til annarra þeirra sem geta létt álaginu af Landspítalanum um að veita heilbrigðisþjónustu í ljósi faraldursins og þess álags sem spítalinn er undir vegna hans. 21. desember 2021 20:01 Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Sammála um að skynsamlegt sé að létta álaginu af spítalanum með aðkomu fleiri en ríkisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort til greina komi að ríkið leiti í auknum mæli til annarra þeirra sem geta létt álaginu af Landspítalanum um að veita heilbrigðisþjónustu í ljósi faraldursins og þess álags sem spítalinn er undir vegna hans. 21. desember 2021 20:01
Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03